Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 24
gróðurþekju á öllum stöðum, nema í tveimur blautustu mýrunum. Hlutur grasa minnkaði svo heldur i þeim reitum, sem fengu áburð annað hvert ár úr því. Við árlega áburðargjöf voru grös hvarvetna um eða yfir 90% af gróður- þekju tilraunareita, þegar frá leið. Hlutur grasa minnkaði yfirleitt nokkuð ört í eftirverkunarreitunum, eftir að hætt var að bera á þá, en engin tilraun- anna stóð svo lengi, að hlutur þeirra í gróðurþekju yrði jafnlítill og í áburðar- Iausu samanburðarreitunum. Ymsir einkímblöðungar Þetta er æði sundurleitur hópur og hafa tegundirnar mismunandi út- breiðslu. Hlutur þeirra í þekju var 1 —56% í upphafi tilrauna. Minnst bar á þeim á melum, í kvistlendi og sums- staöar í graslendi. Mestur var hlutur þeirra í gróðurþekju mýranna, þar sem votlendisstarir réðu ríkjum, og í þurrum þursaskeggsmóum. Þar að auki átti stinnastör drjúgan hlut í gróðurþekju sumra tilraunastaða á graslendi. Móasef (Juncus trifidus) fannst á helmingi tilraunastaðanna, en þakti yfirleitt lítið. Á tveimur stöðum var hlutur þess meiri en 4% af gróðurþekju. Þar dró mjög úr hlut jsess í gróðurþekju við friðun, en ekki bar á því annars staðar. Við áburð annað hvert ár hélt móasef 1—2% hlut í þekju, en hvarf nær alveg við árlega áburðargjöf og breidd- ist lítið út i eftirverkunarreitunum. Þursaskegg (Kobresia myosuroides) fannst á flestum tilraunastaðanna, en víðast í litlum mæli. Sjö staðir skáru sig úr með 14—35% hlutfallsþekju j:>ursa- skeggs. Þeir voru allir um miðbik Suður- og Norðurlands. Þursaskegg dró heldur saman seglin við friðun, en hlutur joess snöggminnkaði við áburð strax á fyrsta ári. Það hélt 1—7% hlut í gróðurþekju við áburð annað hvert ár, en hvarf javí nær alveg við árlega áburðargjöf. Þursaskegg breiddist tiltölulega ört út í eftirverkunarreitunum, en náði j)ó hvergi nærri fyrri útbreiðslu á tilrauna- tímanum. Hærur (Luzula): Vallhæra kom fyrir á hverjum einasta tilraunastað og axhæra á helmingi þeirra. Sameiginlegur hlutur þeirra í jDekju var mestur 3%. Þær héldu óbreyttum hlut við friðun og hurfu hvergi við áburðargjöf. Þær áttu um eða innan við 1% hlut í gróðurþekju við ár- lega áburðargjöf, en bættu engu við það í eftirverkunarreitunum. Stinnastör (Carex Bigelowii) óx á öllum tilraunastöðum á þurrlendi og átti sumsstaðar verulegan hlut í gróður- jíekju, mest um 30% á Öxnadalsheiði. Stinnastör breiddi úr sér við friðun og hélt hlut sínum við áburðargjöf annað hvert ár. Við árlega áburðargjöf rýrnaöi hlutur hennar mest á öðru sumri, og að lokum hvarf hún nær alveg. í eftirverk- unarreitunum náði hún sér aftur á strik og átti svipaðan hlut í gróðurþekju þeirra og áburðarlausu reitanna. Fífur (Eriophorum) var eingöngu að finna í mýrunum. Þær þoldu áburðinn illa og hurfu yfirleitt á öðru og þriðja ári, nema jiar sem blautast var, í Gæs- hólamýri. Þær áttu ekki afturkvæmt í eftirverkunarreitina á tilraunatím- anum. Votlendisstarir og skúfgrös áttu 26—45% hlut í gróðurþekju mýranna. Við áburðargjöf héldu j^essar tegundir velli að nokkru leyti og Jdví betur, sem mýrin var blautari. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.