Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 24
gróðurþekju á öllum stöðum, nema í tveimur blautustu mýrunum. Hlutur grasa minnkaði svo heldur i þeim reitum, sem fengu áburð annað hvert ár úr því. Við árlega áburðargjöf voru grös hvarvetna um eða yfir 90% af gróður- þekju tilraunareita, þegar frá leið. Hlutur grasa minnkaði yfirleitt nokkuð ört í eftirverkunarreitunum, eftir að hætt var að bera á þá, en engin tilraun- anna stóð svo lengi, að hlutur þeirra í gróðurþekju yrði jafnlítill og í áburðar- Iausu samanburðarreitunum. Ymsir einkímblöðungar Þetta er æði sundurleitur hópur og hafa tegundirnar mismunandi út- breiðslu. Hlutur þeirra í þekju var 1 —56% í upphafi tilrauna. Minnst bar á þeim á melum, í kvistlendi og sums- staöar í graslendi. Mestur var hlutur þeirra í gróðurþekju mýranna, þar sem votlendisstarir réðu ríkjum, og í þurrum þursaskeggsmóum. Þar að auki átti stinnastör drjúgan hlut í gróðurþekju sumra tilraunastaða á graslendi. Móasef (Juncus trifidus) fannst á helmingi tilraunastaðanna, en þakti yfirleitt lítið. Á tveimur stöðum var hlutur þess meiri en 4% af gróðurþekju. Þar dró mjög úr hlut jsess í gróðurþekju við friðun, en ekki bar á því annars staðar. Við áburð annað hvert ár hélt móasef 1—2% hlut í þekju, en hvarf nær alveg við árlega áburðargjöf og breidd- ist lítið út i eftirverkunarreitunum. Þursaskegg (Kobresia myosuroides) fannst á flestum tilraunastaðanna, en víðast í litlum mæli. Sjö staðir skáru sig úr með 14—35% hlutfallsþekju j:>ursa- skeggs. Þeir voru allir um miðbik Suður- og Norðurlands. Þursaskegg dró heldur saman seglin við friðun, en hlutur joess snöggminnkaði við áburð strax á fyrsta ári. Það hélt 1—7% hlut í gróðurþekju við áburð annað hvert ár, en hvarf javí nær alveg við árlega áburðargjöf. Þursaskegg breiddist tiltölulega ört út í eftirverkunarreitunum, en náði j)ó hvergi nærri fyrri útbreiðslu á tilrauna- tímanum. Hærur (Luzula): Vallhæra kom fyrir á hverjum einasta tilraunastað og axhæra á helmingi þeirra. Sameiginlegur hlutur þeirra í jDekju var mestur 3%. Þær héldu óbreyttum hlut við friðun og hurfu hvergi við áburðargjöf. Þær áttu um eða innan við 1% hlut í gróðurþekju við ár- lega áburðargjöf, en bættu engu við það í eftirverkunarreitunum. Stinnastör (Carex Bigelowii) óx á öllum tilraunastöðum á þurrlendi og átti sumsstaðar verulegan hlut í gróður- jíekju, mest um 30% á Öxnadalsheiði. Stinnastör breiddi úr sér við friðun og hélt hlut sínum við áburðargjöf annað hvert ár. Við árlega áburðargjöf rýrnaöi hlutur hennar mest á öðru sumri, og að lokum hvarf hún nær alveg. í eftirverk- unarreitunum náði hún sér aftur á strik og átti svipaðan hlut í gróðurþekju þeirra og áburðarlausu reitanna. Fífur (Eriophorum) var eingöngu að finna í mýrunum. Þær þoldu áburðinn illa og hurfu yfirleitt á öðru og þriðja ári, nema jiar sem blautast var, í Gæs- hólamýri. Þær áttu ekki afturkvæmt í eftirverkunarreitina á tilraunatím- anum. Votlendisstarir og skúfgrös áttu 26—45% hlut í gróðurþekju mýranna. Við áburðargjöf héldu j^essar tegundir velli að nokkru leyti og Jdví betur, sem mýrin var blautari. 102

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.