Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 30
Árni Hjartarson: Síðkvarteri jarðlagastaflinn í Reykjavík og nágrenni INNGANGUR Um jarðfræöi Reykjavíkur og ná- grennis hefur meira verið skrifað en um flest önnur svæði landsins. Kemur það til af því, að það er fjölbreytilegt að gerð og aðgengilegt þeim fjölda jarðfræðinga og áhugamanna um jarðfræði sem á svæðinu búa. Einhverjum kynni þvi að detta i hug, að það sé að bera i bakka- fullann lækinn að bæta við enn einni greininni um þennan stað. Svo er þó ekki, því að svæðið er fjarri því að vera fullkannað, og svo virðist sem viðteknar hugmyndir um það þurfi gagngerrar endurskoðunar við. Þessi grein fjallar nánast eingöngu um jarðfræði hins síðkvartera jarðlaga- stafla á svæðinu, yngri grágrýtismynd- unina eða móbergsmyndunina sem eitt sinn var nefnd. Sú mynd sem almennt hefur verið dregin upp af jarðsögu þessa tímabils á höfuðborgarsvæðinu er afar einföld. I meginatriðum er hún þannig, að eftir langt goshlé og myndun út- breidds setlags, Elliðavogssets, verður mikið hraungos í Borgarhólum á Mos- fellsheiði. I því gosi rennur Reykja- víkurgrágrýtið í breiðum straumum alla leið til sjávar og myndar annes og eyjar allt frá Brimnesi á Kjalarnesi og suður fyrir Hafnarfjörð og hylur Elliðavogs- setið. Eftir það kólnar loftslag og jöklar ná að hylja landið en móbergsfjöll hlaðast upp við gos undir ísskildinum. Veðráttan mildast á ný og hlýskeið rennur upp. Á þessu skeiði myndast skeljarík setlög víða á Reykjavíkur- svæðinu: í Fossvogi, i Kópavogi og úti á Seltjarnarnesi. ísöldin var þó ekki um garð gengin og enn áttu jöklar eftir að taka völdin og setja mark sitt á þessi setlög. Fyrir 10 þúsund árum linnir þessu ísaldarskeiði en um sama leyti myndast yngstu sjávarsetlögin í Reykjavík. Nútíminn er síðasta jarð- sögulega tímabilið en á því rennur Leitahraunið til sjávar í Elliöavogi, fjörumór myndast á Seltjarnarnesi og jarðvegur og malbik hylja ísaldarruðn- inginn á höfuöborgarsvæðinu. Það kemur þó fljótt í ljós þegar farið er að skoða jarðlög í Reykjavík og ná- grenni ofan í kjölinn, að jarðsagan er miklu snúnari en þarna er lýst. Reykja- vikurgrágrýtið reynist t. d. alls ekki eitt hraun komið af Mosfellsheiði heldur fjölmörg af ólíkum aldri gerð og upp- runa. Ýmsir hafa reyndar rennt grun í að grágrýtið myndi ekki allt vera úr einni eldstöð komið (Jón Jónsson 1965, Þorleifur Einarsson 1974), þótt fáir hafi kannað það nánar. Ragna Karlsdóttir Náttúrufræðingurinn, 50 (2), 1980 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.