Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 3
Náttúrufr. - 29. árgangur - 3. hejli - 113.—168. síða - Reylijavih, október 1939 Truusti Einarsson: Jarðeldasvæðið um norðanverðan Skagafjörð. Aldursákvörðun á landslagi á Miðnorðurlandi. Drangey, Þórðarhöfði og Málmey eru meðal höfuðprýða Skaga- fjarðar og mundi svipurinn dofna, ef þessi náttúrusmíði væru liorf- in. Að því hlýtur þó að koma, að vísu í fjarlægri framtíð, að sjórinn ljúki hér sínu eyðingarstarfi og eyjarnar og höfðarnir máist út. Og sú var einnig tíðin, að þessa drætti vantaði í landslagið. Þeir eru fram komnir vegna eldsumbrota tiltölulega seint í jarðsögu þessa svæðis, þ. e. eftir að Skagafjarðardalurinn var að öðru leyti nærri fullmótað- aður — grafinn af rennandi vatni niður í eldra hálendi á milljón- um ára. Nánar tiltekið hafði megindalurinn og helztu hliðardalir ekki náð alveg fullri dýpt, flatir botnar þeirra lágu í um 80-100 m hæð yfir núverandi sjávarmáli og fjörðurinn var ekki til orðinn heldur mun þar hafa verið láglend flatneskja eins og nú er um mitt iiéraðið. Þarna norður frá urðu svo eldsumbrot snemma á ísaldar- tímanum og hraun flóðu vítt og breytt. Seinna grófst landið niður og eftir standa nú leifar hraunanna: á Skaga, í Málmey, Hrolleifs- höfða og Þórðarhöfða og leifar móbergshrauka frá eldstöðvunum sjálfum standa eftir í Þórðarhöfða og Drangey. Menjar þessara fornu eldsumhrota hafa áður verið talsvert kann- aðar. Þeir Eggert og Bjarni geta um móbergsafbrigði í eyjum og liöfðum og Þorvaldur Thoroddsen talar um ungt grágrýti á Skaga, en Elelgi Pjeturss kannaði fyrst verulega þessar myndanir og lýsti þeim í doktorsritgerð sinni 1905. (*). Hann fann jökulruðning milli hraunlaganna og taldi, að þau væru greinilega frá ísaldatímanum. KetubjÖrg og Þórðarhöfða taldi hann leifar eldstöðva frá þessum tímum. Um og eftir 1940 kannaði Jakob Líndal þetta svæði og birti útdrátt úr niðurstöðum sínum í grein um Drangey hér í tíma- ritinu. (2).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.