Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 18
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í brúna sandsteininum í efri hluta eyjunnar sést nokkuS af fok- möl en einnig gosmöl ofantil. Efst er svo greinilegur jökulruðning- ur. í Kerlingunni er sama efni og í neðri hluta Drangeyjar. 14. mynd. Drangey. 1, Uppgönguvík 2, Lambhöfði 3, Heiðnavík 4, Gafl. Yfirlit yfir nidurstöður. Á tertiera tímanum höfðu á Miðnorðurlandi myndast breiðir þroskaðir dalir er sjór stóð um 300 m hærra en nú, miðað við landið (eldri dalir, eldra dalaskeið). Síðan l'éll sjávarborð um hér um bil 200 m og hófst þá yngra dalaskeið. Sjór stóð mjög lengi við þessi mörk svo að allir stærri dalir gróf- ust niður og löguðust að þeim. Jafnframt myndað- ist breiður strandflötur, sumstaðar 2—3 km breið- ur, en ef til vill hefur verið um talsvert víðlendari flatneskju að ræða norðan við landið. Á þennan strandflöt leggjast myndanirnar við Skagafjörð. Fyrst kemur grár lagskiptur sandsteinn, oft með verulega hallandi lögum. f suðurhluta Málmeyjar er ljóst, að lagahallinn er upprunaleg- ur og af honum verður ráðið, að efnið hefur kom- ið norðan að. Hið sama virðist mega í'áða af lög- unum í Hrolleifshöfða. Sú skýring virðist mér helzt koma til greina, að sjór hafi borið sandinn inn yfir mjög lágt land. Efst í þessari sandmyndun kemur fyrir molaberg, sem mjög líkist jökulruðningi (Málnrey, Þórðarhöfði). Þó vantar öruggar ísrákir á undirfletinum eða á hnullungum áður en hægt er að telja hér ótvíræð merki um að jökull hafi gengið yfir þess- ar slóðir. Það er auðvitað ljóst, að ekki þarf ísöld til að jökulvatn og jökulleir berist út eftir Skagafirði, það gerist þann dag í dag. Og áður en strandílöturinn grófst í sund- ur gat jökulleir og árgrjót auðveldlega hafa borizt þangað sem nú er Málmey eða Þórðarhöfði. Auk þess kemur hafís til greina, ef Jrað er rétt að grái sandurinn sé myndaður af sjó. Af þessum sök- um verður að gæta sérstakrar varúðar áður en hér er talað um vegsummerki jökultíma. Næst leggst brúnn sandsteinn yfir allt svæðið frá Hi-ollleifshöfða 15. mynd. Drangey að austan. (From below; volcanic tuff, bascdt sill, sandstone, moraine).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.