Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 12
122 NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN ur um að svo sé. Mér virðist vel geta komið til álita, að sumt í jökulruðningssvip molabergsins stafi af þeirra hreyfingu, sem það sannanlega varð fyrir. Sléttlendið frá Kerlingarbjargi að Kálfshamarsvík skýrist eðli- lega þannig, að þar hafi setið eyðst ofan af nyi'zta hluta Króksbjargs- hraunsins, sem þá er sennilega sama hraunið og það sem kemur upp norður með Kerlingarbjarginu. Þannig virðast þá hafa runnið 3 hraun á tíma öfugrar segulstefnu og eldgosin haldið áfram upp fyrir umskifti segulstefnunnar. Við upphaf gosanna lá foksandslag yfir svæðinu, að minnsta kosti norður fyrir Bjargastapa, en hugsanlegt er að nyrzt hafi landið legið undir sjó; allur svipur neðsta hraunsins norðan Kerlingarbjargs gæti bent til, að það hafi runnið í sjó fram. Að jökull hafi gengið yfir svæðið fyrir gosin tel ég ekki öruggt, en ég verð að álíta, að hann hafi gert það á tíma öfugu hraunanna. Þetta bendir til þess að segulumskiftin kunni að vera hin síðustu er vitað er um, en þau urðu nærri upphafi liins „klassiska" ísaldar- tíma, líklega aðeins fyrir upphaf hans. Meðan ekki er vitað til að segulumskipti hafi orðið síðar í jarðsögunni nrá þá telja sannað að strandflöturinn hafi verið fullgerður fyrir „klassisku" ísöldina. Á leiðinni norður og austur fyrir Skaga er á stöku stað hægt að komast í hraunsár til segulmælinga og er eingöngu um öfuga segul- mögnun að ræða. í hamrinum norðan Ketubjarga eru tvö hraun- lög með völubergi á milli, sem tilsýndar líkist jökulruðningi, en aðstaða er erfið til frekari könnunar. Þessi hraunlög og liið þriðja sjást einnig sunnan bjarganna, en Ketubjörg eru mikill stuðla- og kul)babergsgostappi, sem brotist liefur upp í gegnum lögin. Bæði hann og hraunlögin hafa upphaflega öfuga segulmögnun, en mikla aðgát þarf að hafa við segulkönnunina; basaltið reynist víða rétt segulmagnað vegna áhrifa frá núverandi segulsviði og aðeins með jrví að mæla óveðrað basalt á ferskum snertiflötum fæst örugg nið- urstaða. 8. mynd sýnir lagaskipun sunnan í Ketubjörgum. Neðan til eru tvö hraunlög (i og 3) með seti á milli (2). Sést vel hvernig efra hraunið er brotið í misgengna parta. Þá kemur móbergsþursi (3) upp fyrir norðan og breiðist yfir hraunið (sem veðrunarflötur virð- ist vera á við (6)) og setlagið (4). Loks brýst gostappinn (7) upp úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.