Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 12
122 NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN ur um að svo sé. Mér virðist vel geta komið til álita, að sumt í jökulruðningssvip molabergsins stafi af þeirra hreyfingu, sem það sannanlega varð fyrir. Sléttlendið frá Kerlingarbjargi að Kálfshamarsvík skýrist eðli- lega þannig, að þar hafi setið eyðst ofan af nyi'zta hluta Króksbjargs- hraunsins, sem þá er sennilega sama hraunið og það sem kemur upp norður með Kerlingarbjarginu. Þannig virðast þá hafa runnið 3 hraun á tíma öfugrar segulstefnu og eldgosin haldið áfram upp fyrir umskifti segulstefnunnar. Við upphaf gosanna lá foksandslag yfir svæðinu, að minnsta kosti norður fyrir Bjargastapa, en hugsanlegt er að nyrzt hafi landið legið undir sjó; allur svipur neðsta hraunsins norðan Kerlingarbjargs gæti bent til, að það hafi runnið í sjó fram. Að jökull hafi gengið yfir svæðið fyrir gosin tel ég ekki öruggt, en ég verð að álíta, að hann hafi gert það á tíma öfugu hraunanna. Þetta bendir til þess að segulumskiftin kunni að vera hin síðustu er vitað er um, en þau urðu nærri upphafi liins „klassiska" ísaldar- tíma, líklega aðeins fyrir upphaf hans. Meðan ekki er vitað til að segulumskipti hafi orðið síðar í jarðsögunni nrá þá telja sannað að strandflöturinn hafi verið fullgerður fyrir „klassisku" ísöldina. Á leiðinni norður og austur fyrir Skaga er á stöku stað hægt að komast í hraunsár til segulmælinga og er eingöngu um öfuga segul- mögnun að ræða. í hamrinum norðan Ketubjarga eru tvö hraun- lög með völubergi á milli, sem tilsýndar líkist jökulruðningi, en aðstaða er erfið til frekari könnunar. Þessi hraunlög og liið þriðja sjást einnig sunnan bjarganna, en Ketubjörg eru mikill stuðla- og kul)babergsgostappi, sem brotist liefur upp í gegnum lögin. Bæði hann og hraunlögin hafa upphaflega öfuga segulmögnun, en mikla aðgát þarf að hafa við segulkönnunina; basaltið reynist víða rétt segulmagnað vegna áhrifa frá núverandi segulsviði og aðeins með jrví að mæla óveðrað basalt á ferskum snertiflötum fæst örugg nið- urstaða. 8. mynd sýnir lagaskipun sunnan í Ketubjörgum. Neðan til eru tvö hraunlög (i og 3) með seti á milli (2). Sést vel hvernig efra hraunið er brotið í misgengna parta. Þá kemur móbergsþursi (3) upp fyrir norðan og breiðist yfir hraunið (sem veðrunarflötur virð- ist vera á við (6)) og setlagið (4). Loks brýst gostappinn (7) upp úr

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.