Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 56
166 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fyrr, en annar maður hafði komist að alveg sömu niðurstöðum og Darwin og að sömu leiðum, að hann rauf þögnina. Maðurinn, sem þannig varð til þess, að Darwin gaf út bók sína árið 1859, var Alfred Russel Wallace. Wallace var fæddur árið 1823 í Wales. Foreldrar lians voru efna- lítil, svo að hann hlaut litla skólamenntun. Fjórtán ára gamall tók hann að vinna við landmælingar með bróður sínum og um skeið stundaði hann og kennslu. Við landmælingarnar kynntist Wallace hinum margvíslegu jarðmyndunum, og einkum vöktu steingerv- ingar í fornum jarðlögum eftirtekt lians. Fékk liann nú mikinn áhuga fyrir jarðfræði. Tvítugur að aldri kynntist hann skordýra- fræðingnum H. M. Bates, og fara þeir brátt að ráðgera rannsóknar- för til fjarlægra landa. Árið 1848 fara þeir til Suður-Ameríku og dvelja þar aðallega á Amazonsvæðinu. Eftir 4 ár sneri Wallace heim til Englands, en 1854 fer hann til Suðaustur-Asíu og dvelur þar við rannsóknir í mörg ár, aðallega í Malaya-löndum. Árið 1862 fór svo Wallace heim til Englands og dvaldi þar síðan til dauða- dags, árið 1913. Útbreiðsla tegundanna á hinum fjölmörgu eyjurn Malaya-svæð- isins vakti mjög athygli Wallace. Hann þekkti vel rit Lyells, og auk þess hafði hann svo vitað er lesið bækur þeirra beggja, Malt- husar og Chambers. Svo var það í byrjun ársins 1858, að Wallace lá í malaríu-hita- kasti þarna austur á Indlandseyjum. Honum datt þá allt í einu í hug að heimfæra kenningu Malthusar upp á hina sérkennilegu dreifingu tegundanna, sem hann hafði svo oft tekið eftir. Það var úrval náttúrunnar sjálfrar, sem smátt og smátt klauf tegundirnar í sundur. í fáum orðum sagt, nákvæmlega sama niðurstaðan og Darwin hafði komist að, og fengin nákvæmlega eftir sömu leiðum. Tveim dögum eftir að Wallace kom á fætur, hafði hann ritað niður þessar athuganir sínar, og sendi þá handritið beint til Darwins. Danvin varð mjög bylt við, þegar liann las handrit Wallace. í örvæntingu sinni var að honum kornið að eyðileggja sitt eigið verk og gefa Wallace eftir allan heiðurinn. En vinir Danvins, þeir Lyell og Hooker, sem fylgst höfðu með rannsóknum hans og niðurstöð- um í mörg ár, komu því til leiðar, að Darwin gerði nú stutt yfirlit yfir athuganir sínar og niðurstöður. Var livor tveggja ritgerðin síð- an lesin upp á fundi í Linné-félaginu í London 1. júlí 1858, að báð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.