Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 34
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Pælu, en þar ætti það að vera þykkt og greinilegt, ef það væri yngra en hraunið. (Stundum hefur verið efast urn, að Pæla og Norður- hraun væru jafngömul, en eftir athugun mína á þeim tel ég þau örugglega jafngömul). Suðaustan við bæinn Selsund er þykkur jarðvegur undir hrauninu. Þar má fylgja laginu að neðri brún hraunsins. Ég gat ekki greint það í moldinni undir hrauninu, en þarna er óhægt um vik, því að lagið er þunnt og gróft og líkist brunagjallinu neðst í hrauninu. Lagið er sem sagt, að því er ég gat greint, jafngamalt hrauninu a. m. k. ekki yngra. í laginu er lítið af fínni ösku og því sennilegt, að það hafi mynd- ast að vetri til. 1477-lagið. Aldursákvörðun mín á 1477-laginu er óábyggileg, en lagið er þó frá því um 1480, því það er rétt undir 1510-lag- inu. Því hef ég sett þetta ártal við það, að 1477 varð mikið öskufall í Eyjafirði, en engar sögur fara af því, hvar það hefur átt upptök sín. Hinsvegar verður grunsamlega langt á milli Kötlugosanna á þessari öld, hafi Katla ekki gosið um 1480. En hafi Katla gosið um þetta leyti, verður lengd goshléanna venjuleg. Heimildir frá þessum tíma eru lélegar, og því má það vel vera, að Katla hafi gos- ið án þess, að þess sé getið. Hafi Katla gosið, árið 1477 liefur ösku- mökkurinn borizt norður um yfir Heklusvæðið og til Eyjafjarðar (5). Þessi tilgáta er ekki ósennileg, en óábyggileg. Svarta lagið frá 1477 var e. t. v. á einstöku stað ofan á Norður- hrauni. Ég er ekki fullviss vegna þess, að ef til vill hefur fínt lag, sem á einstöku stað sást ofan á Norðurhrauni, en rétt undir 1510- laginu, verið fínni aska úr 1510-laginu, sem skolast hefur úr því niður í rótarsvörð mosans í hrauninu þegar 1510-lagið féll. 1300-lagið. Aldursákvörðun á 1300-laginu styðst við eftirfarandi athuganir a), b), c) og d). a) Þetta lag er ehki yngra en Suðurhraun, en virðist hinsvegar jafngamalt því. Þessi staðhæfing styðst við nokkrar athuganir. í fyrsta lagi sést lagið livergi ofan á Suðurhrauni. I öðru lagi sést lagið ekki í jarðvegi, sem byrjaði að myndast strax eftir að Suðurhraun rann. Ef grafið er niður með Suðurhrauni um það bil 50 til 100 m vest- ur af sumarbústaðnum, sem er undir hrauntotunni næst Selsunds-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.