Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 34
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Pælu, en þar ætti það að vera þykkt og greinilegt, ef það væri yngra en hraunið. (Stundum hefur verið efast urn, að Pæla og Norður- hraun væru jafngömul, en eftir athugun mína á þeim tel ég þau örugglega jafngömul). Suðaustan við bæinn Selsund er þykkur jarðvegur undir hrauninu. Þar má fylgja laginu að neðri brún hraunsins. Ég gat ekki greint það í moldinni undir hrauninu, en þarna er óhægt um vik, því að lagið er þunnt og gróft og líkist brunagjallinu neðst í hrauninu. Lagið er sem sagt, að því er ég gat greint, jafngamalt hrauninu a. m. k. ekki yngra. í laginu er lítið af fínni ösku og því sennilegt, að það hafi mynd- ast að vetri til. 1477-lagið. Aldursákvörðun mín á 1477-laginu er óábyggileg, en lagið er þó frá því um 1480, því það er rétt undir 1510-lag- inu. Því hef ég sett þetta ártal við það, að 1477 varð mikið öskufall í Eyjafirði, en engar sögur fara af því, hvar það hefur átt upptök sín. Hinsvegar verður grunsamlega langt á milli Kötlugosanna á þessari öld, hafi Katla ekki gosið um 1480. En hafi Katla gosið um þetta leyti, verður lengd goshléanna venjuleg. Heimildir frá þessum tíma eru lélegar, og því má það vel vera, að Katla hafi gos- ið án þess, að þess sé getið. Hafi Katla gosið, árið 1477 liefur ösku- mökkurinn borizt norður um yfir Heklusvæðið og til Eyjafjarðar (5). Þessi tilgáta er ekki ósennileg, en óábyggileg. Svarta lagið frá 1477 var e. t. v. á einstöku stað ofan á Norður- hrauni. Ég er ekki fullviss vegna þess, að ef til vill hefur fínt lag, sem á einstöku stað sást ofan á Norðurhrauni, en rétt undir 1510- laginu, verið fínni aska úr 1510-laginu, sem skolast hefur úr því niður í rótarsvörð mosans í hrauninu þegar 1510-lagið féll. 1300-lagið. Aldursákvörðun á 1300-laginu styðst við eftirfarandi athuganir a), b), c) og d). a) Þetta lag er ehki yngra en Suðurhraun, en virðist hinsvegar jafngamalt því. Þessi staðhæfing styðst við nokkrar athuganir. í fyrsta lagi sést lagið livergi ofan á Suðurhrauni. I öðru lagi sést lagið ekki í jarðvegi, sem byrjaði að myndast strax eftir að Suðurhraun rann. Ef grafið er niður með Suðurhrauni um það bil 50 til 100 m vest- ur af sumarbústaðnum, sem er undir hrauntotunni næst Selsunds-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.