Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 32
142 NATTURUFR/!•'.i) I NGUR 1NN sé rétt aldursákvarðað, en ég tel það líka hafið yfir allan efa, að þessi aldursákvörðun sé rétt. 1510-lagið er greinilega ofan á Norðurhrauni; það sést alls staðar og er mold sums staðar næst hrauninu. Norðurhraunið er því eldra en þetta lag, þ. e. a. s. Norðurhraunið er þá frá næsta Heklugosi á undan eða ennþá eldra. 1341-lagið, sem ég kalla svo, er ofan á Suðurhrauni og sést þar hvarvetna. Þetta sama lag er undir Norðurhrauni. Þetta kemur í Ijós, ef grafið er undir Norðurhraun á milli Selsunds og Selsunds- fjalls. Við Selsund og einnig milli Selsundsfjalls og Geldingafells er þetta lag nokkuð fíngert og svart. í litla vikinu inn í Norðurhraun, næst Botnafjalli, er það einnig all fíngert, en í vikinu inn í Norður- hraun næst Gráfelli og Tindilfelli verður lagið grófara, og er það allgróft á Gráfellshálsi og eins á Efrahvolshrauni. í gilinu milli Bjólfells og Langafells, Selskarði og svo austur urn er það og nokk- uð gróft. Þetta lag er sem sé áreiðanlega frá Heklu eða Heklusvæð- inu. Hekla hefur pví gosið minnst einu sinni milli þess að Suður- hraun rann og par til Norðurhraun rann. Af góðum lýsingum á 1341-gosinu (Lögmannsannáll, Gottskálks- annáll og Flateyjarannáll) má sjá, að öskufall hefur verið mikið um þessar slóðir .... „Af þessu öskufalli dó mikill hluti nautfjár fyrir sunnan land, svo að margir menn urðu snauðir að kvikfé og gengu úr húsum frá eignum og jörðum sínum, eyddust margir bæ- ir um Skálholtssveit og Rangárvöllu og nokkrir austar“ (Gottskálks- annáll).....„eyddi nálega 5 hreppa og víða dó naut manna af sand- inum“ (Lögmannsannáll). ,,. . . öskufall um Borgarfjörð og Skaga, svo að fénaður dó af og hvarvetna þar í milli. . .“ (Flateyjarannáll). Þessar lýsingar koma vel heim við það, að þegar 1510-laginu sleppir, er þetta þykkasta lagið á þessu svæði. Árið 1300 var að vísu einnig mikið öskufall, en þá barst askan aðallega til Norðurlands. Þar eð aldursákvörðunin á 1510-laginu er mjög örugg, og par eð 1341-lagið er frá Heklugosi, scm liefur orðið milli pess að Suður- liraun rann og par til Norðurhraun rann, gelur pað ekki staðizt að Suðurhraun sé frá 1389. Enda pótt Norðurhraun sé frá um 1440, (seinna getur pað ekki hafa runnið par eð 1510-lagið er ofan á pvi), þá er 1341-lagið i seinasta lagi frá 1389, en Suðurhraun er enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.