Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFR Æ ÐINGURINN 1 15 allstórir hafa enn sína lornu flötu botna nærri 300 m hæðinni, fremur lítið skerta. Ýmsir stórir dalir eins og Djúpidalur, Öxna- dalur og Fnjóskadalur, liafa flata botna nærri 100 m hæðinni, og aðeins Eyjafjörður, Hörgárdalur og Svarfaðardalur hafa breið- ar miðrennur, sem lagast hafa að núverandi sjávarmáli. í Eyjafirði sjálfum er 1—2 km breiður stallur með 80—100 m hæð og mikilli útbreiðslu, skorinn í hallandi blágrýtislög. Þessi stallur, sem ég kalla strandflöt, er sérstaklega skýr vottur um langa kyrrstöðu sjávarins við Jressi hæðarmörk, og botnar dalanna í miðlungsflokkn- um tala sama máli. Þennan strandflöt má nú auðveldlega rekja víða með Miðnorð- urlandi og raunar miklu víðar kringum landið, ])ótt út í |>að verði ekki farið hér. Hann hefur ekki alls staðar nákvæmlega sömu hæð; Jjannig sveigir hann niður að núverandi sjávarmáli og jafnvel nið- ur fyrir það nyrzt á Miðnorðurlandi og mun það stafa af mishreyf- ingu landsins eftir mótum hans. Siglunes er hluti strandflatarins, sem liggur rétt við sjávarmál. f Sléttuhlíð liggur flöturinn og rétt við sjávarmál, en nær eðlilegri hæð inn með Höfðaströndinni. Á Skaga gengur hann undir sjó utan til, en kemur upp innar eins og nánar verður greint síðar. Það var yiir þennan forna stnmdflöt, sem hraunin breiddust við utanverðan Skagafjörð. Þannig kemur Jjað í ljós, að hraun með öfugri segulstefnu runnu ekki aðeins eftir eldra dalaskeiðið, sem einkennist af 300 m sjávar- stöðunni, heldur og miklu síðar er sjór hal'ði lengi staðið við 80—100 m mörkin. Stærri dalir höfðu þá grafizt niður að þeim mörkum og verulegur hluti yngra dalaskeiðsins var um garð genginn. Af þessu leiðir, að yngra dalaskeiðið verður að teljast mun lengra en ,,klassiski“ ísaldatíminn eins og hann var talinn samkvæmt rann- umsóknum í Ölpunum, því að við upphaf lians ríkti síðast: öfug segulstefna. Hins vegar bendir þó munurinn á aðaldölum og skýldum hliðardölum til ]:>ess, að jöklar hafi liaft veruleg áhrif snemma á yngra dalaskeiðinu og ]>etta staðfestist vel í Eyjafirði. Af þessum ástæðum tel ég að yngra dalaskeiðið spenni nánar til- tekið yfir hinn „framlengda" ísaldatíma, sem rannsóknir síðari ára hafa leitt betur og betur í ljós og virðist liafa verið miklu lengri en hinn klassiski ísaldatími. Nú verður vikið nánar að strandfletinum við Húnaflóa. Til ])ess að gefa hugmynd um Jjað, Iive skýr flöturinn getur verið í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.