Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 20
NATTÚRU FRÆfilNGURINN 130 ákveðið á jarðfræðingaþinginu í London 1948, að þau skyldu vera neðan við Villafranca. Á þennan hátt var ísaldatíminn lengdur stórlega frá því sem áður var, margfaldaður að lengd. Klassiski tíminn hafði verið tal- inn um \/2 milljón ára, hið nýja pleistósen er ef til vill 2—3 milljón- ir ára að lengd, en Jrví miður eru hugmyndirnar um Jjetta ákaflega óljósar. Hitt er ljóst, að við umræðu um eldra eða neðra pleistosen er alveg nauðsynlegt að taka skýrt fram livort maður eigi við hið klassiska pleistosen eða hið nýja. í þessari grein tala ég þess vegna um hinn framlengda ísaldatíma lil aðgreiningar frá þeim klass- iska. Við höfum mi séð að yngra dalaskeið er að miklu ieyti liðið við upphaf klassiska tímans. Á hinn bóginn er [rað svo, að Jregar dala- formin eru rannsökuð, virðist ástæða til að ætla, að jökla liafi á einlivern Jiátt gætt við dýpkun dalanna frá 300 m til 100 m mark- anna. Þessi áhrif liafa þó sennilega verið óbein þannig að jöklar hafi aðeins verið á hærri svæðum og leysingavatn frá þeim ráðið miklu um dýpkun dalanna. Þetta beinir huganum að framlengda ísaldatímanum. Á honum kunna yngri dalirnir að hafa mótast mest, en það er þó vel hugsanlegt að upphaf þeirra nái aftur á plíósen. Að minnsta kosti verð ég að álíta að yngra dalaskeiðið spenni vart yfir minna en 5 falda lengd klassiska ísaldatímans, eða ef til vill 2—3 milljónir ára. Þessi nýja niðurstaða um lengd yngra dalaskeiðs opnar á ýms- an hátt nýja útsýn. í fyrri grein minni benti ég á, að eldra dala- skeið mundi hafa verið minnst 10 sinnuin lengra en Iiið yngra. Þá sýnast allar líkur á því, að eldra dalaskeiðið hefjist á míósen eða að minnsta kosti ekki síðar en snemma á plíósen. Þessi skoðun mætir að vísu vissum erfiðleikum þar eð ýmislegt mælir með ]>ví, að elclra dalaskeiðið sé yngra en eldri ung-plíósen skeljalögin á Tjör- nesi (°). En Jressir erfiðleikar virðast þó ekki óviðráðanlegir. í téðri ritgerð um Tjörnes er bent á að setlögin séu hugsanlega yngri en eldra dalaskeiðið (bls. 74), en að öllu saman lögðu hallaðist ég að Jjví að þau væru eldri (bls. 74—77). En ég tók það fram, að þá yrði að hugsa sér setlögin eins gömul og skel jarnar frekast leyfðu, |>. e. ef til vill mið-plíósen (bls. 28, 77) Jrótt skelja-sérfræðingar teldu ]>ær yfirleitt ung-plíósen, og á hinn bóginn yrði að þjappa dala- mynduninni saman á stytsta hugsanlegan tíma.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.