Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 væri þykkra en það lag, sem ég nefni 1636-lagið. Við því er samt að búast, að frásagnir geri rneira úr öskufallinu en efni standa til, þar eð það verður á þeim tíma árs, er það veldur vetrarþjáðum mönn- um og búsnrala livað mestu tjóni. 1510-lagið er þykkasta, grófasta og tröllslegasta öskulagið á öllu svæðinu milli Gráfellsháls og Geldingafells (suðurmörk þess svæðis, þar sem ég hef rannsakað öskulög). Þykkt lagsins er 5—10 cm, en surns staðar, í lægðum, meir en 1 meter. Sunnan Selsunds er þykkt lagsins rnest. Vikurmolarnir eru aðallega l/£—2 cm í þvermál, gul- brúnir á lit, en sumir molarnir eru rauðleitir. Á Gráfellsliási verð- ur lagið nokkru þynnra og varla eins grófgert, en þegar kemur norð- ur á Elrahvolshraun, verður mjög lítið úr því. Lagið rénar einnig mjög milli Hóla og Gamla-Næfurholts. Þegar það myndaðist, hefur því verið all sterkur norðaustan eða austanvinclur, sem bar mjög m.ikinn vikur yfir blómlegar byggðir Suðurlandsundirlendisins og hlýtur að hafa valdið fádcema tjóni. Um 1510-gosið, sem hófst Jakobsmessukvöld, þ. e. 25. júlí, segir Jón Egilsson eftir afa sínum Einari presti í Görðum, sem var 13 ára, er þetta gerðist, og þá við nám í Skálholti, m. a.“en sem þeir komu út á hlaðið, þá var allt loftið glóandi að sjá, sem það væri í einum loga, af eldfluginu og glóandi steinum; þrjá sagði hann komið hafa í Vörðufell nær Helgastöðum, og einn maður hafi rotast fyrir Kalldyrum í Skálholti af þessum steinagangi, en víða í Holtum höfðu þeir komið, og suður um Rangárvelli, og til Odda komu einnig þrír steinar. Austur á landi skeði það svo, að sá nrað- ur bjó í Mörk, er Eysteinn liét, hann flúði í þessum eldsgangi með konu sína og maður með honum; maðurinn drapst í flóttanum, en hann kom konunni undir einn stóran melbakka, og breiddi yfir liana föt og þófa, en hann komst sjálfur með harðfengi til bæja, en þó mjög barinn og stirður". Af lýsingu Jóns er auðsætt, að vindstefnan og vikurkastið hefur verið eins í 1510-gosinu og er það lag, sem ég nefni 1510-lagið kast- aðist upp. Lýsingin á flótta Eysteins og því að . . . „hann komst sjálfur með harðfengi til bæja, en þó mjög barinn og stirður“, kem- ur vel heim við það, hvernig þetta hlýtur að hafa verið, er lagið, sem ég nefni 1510-lagið, kastaðist upp, að því er ráða má af rosa- leik þess. Það er mikilvægt fyrir rannsóknir þessar, að Jretta öskulag

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.