Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 38

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 38
148 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN ar Suðurhraun rann. Undan suðurbrún Suðurhrauns koma um sex eldri hraun. Sunnan undir Slakka og Háatjalli hefur, að því er bezt verður séð, ekkert vatnsból verið. Allt vatn hci'ur hripað niður í og undir hraunin. Einhver kann að lialda, að lækur hafi runnið milii hrauns og hlíða, en það kemur ekki til greina, að svo hafi verið hér, því að gömlu hraunin hafa verið komin hátt upp í hlíðarnar. Það má vera, að eitthvað hafi seitlað úr Háafjalli,- en allar slíkar sprænur hafa ffjótlega liorfið undir liraunin. Það liefðu verið Jítilmótlegir bæjariækir og brugðist bæði í frosti og þurrki. Hæðin yfir sjó, um 300 m áður en Suðurhraun rann, liefur verið meiri en á nokkru öðru Uýli við Suðuriandsundiriendið í dag. I>arna er ekkert kjarr í lrrauninu eins og niður á lágiendinu í Suð- urhrauni. Að því er bezt verður séð hefur því engan vegin verið búsældarlegt fyrir tvö eða fleiri stórbýli þarna uppi á lrrjóstrugu hálendinu. Hinsvegar hefur verið búsældarlegt niðri í dalnum þar, sem nú er Norðurhraun, eða líkt og í Selsundi. Bjólfell, Tindilfell og Grá- l'ell iiafa hlíft fyrir norðannæðingi, en Selsundsfjallgarðurinn lief- ur dregið úr sunnanskúrunum. Dalurinn fyrir neðan gömlu lnaun- brúnina hefur verið með öllu hraunlaus. Selsundslækurinn hef- ur bugðast eftir dalnum. Þarna hefur verið búsældarlegt og þarna liafa verið stórbýli, sem eyðzt Jiafa um þetta leyti, eftir að Suður- Jiraun rann. Það mætti merkilcgt teljast ef engar sögur færu af eyðingu þeirra. Ég tel líklegt, að þarna hafi bæirnir Skarð og Tjaldastaðir verið. Hvar er þá skarðið, sem bærinn dró nafn af? Sennilegt er, að Skarð hafi dregið nafn af skarði því, sem elzti hraunfossinn í Hraunfossalarekkunni innan við Miðmorgunshnjúk hefur komið niður um. Má og segja, að nær iiggi að geia bænum nafnið Skarð eftir skarði því, sem hraunfossinn hefur nú fyllt í, fremur en að láta hann bera nafn af slakkanum, sem er milli Selsundsfjalls og Háafjalls, eins og sumir liafa talið, en hann ber með sóma rétt- nefnið Slakki. Eðlilegt er nú að spyrja, hvort ckki megi betur samríma frásagnir sumra annálanna um, að bæina hafi tekið af í gosi 1389, frásögn- um annara annála um, að bæina hafi tekið í öðru gosi um 1440. Norðurlnaun er eitt hraun. Bæirnir hafa því aðeins einu sinni

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.