Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 44
154 NÁTTÚRUFRÆÐ1NG U R1 N N En hafði ekki eitthvað a£ þessu heyrzt áður? Hafði ekki fyrr verið hent á skyldleika tegundanna, og hafði ekki sköpunarsagan fyiT verið véfengd? Jú, vissulega. Margir heimspekingar og nátt- úrufræðingar höfðu áður gerzt svo djarfir að gagnrýna heims- mynd kirkjunnar. Margsinnis hafði verið bent á hina stigvaxandi fullkomnun í dýraríkinu, allt frá holdýrum og upp til spendýra, og maðurinn jafnvel talinn með. Og á síðustu 100 árunum höfðu ýmsir haldið því fram, að tegundirnar væru breytilegar og jafnvel skyldar. Enginn hafði þó ennþá getað fært að því nægilega mörg og sannfærandi rök, að tegundirnar hefðu þróazt ein af annarri, né heldur útskýrt á hvern hátt slíkt mátti verða. En þróunarkenning- in lá í loftinu. Menn gátu aðhyllst tilgátuna, en rökin vantaði. Svo einkennileg vill til, að sá maður, sem næst hafði komizt kenningu Charles Darwins, eins og hún var fram sett árið 1859, var afi Charles', læknirinn, náttúrufræðingurinn og skáldið, Eras- mus Óarwin (1731—1802). Bók hans „Zoonomia“ kom út 1796. Telja sumir, að þar megi finna öll helztu undirstöðuatriðin í kenn- ingu Darwins yngra. Aðeins séu þau ekki nægilega skýrt. l'ram sett og ekki nægilega rökstudd til þess að vera sannfærandi. Sá, sem fyrstur lagði fram aðgengilega skýringu á því, hvernig þróun tegundanna hefði átt sér stað, var franski náttúrufræðing- urinn Jean Lamarck (1744—1829). Aðalrit hans „Philosopliie Zoo- logique" kom út árið 1809. Samkvæmt kenningu Lamarcks áttu líf- verurnar að geta breytzt fyrir bein áhrif frá umhverfinu. Einstök líffæri breyttust eftir því, hvernig á þau reyndi, þau þroskuðust við áreynslu, en þeim hnignaði ef þau voru ekki notuð. Þessar breyt- ingar, sem við nú köllum atviksbreytingar, taldi Lamarck að væru arfgengar. Lamarck hélt því fram, að lífverunum væri gefin hneigð til aukins þroska, og þær væru gæddar „innri kennd", sem lagaði þær eftir umhverfinu. Á þennan hátt átti nýtt umhverfi að geta skapað nýja tegund. Kenning I.amarcks var mjög í anda efnisliyggjunnar, en mætti þó andstöðu hjá náttúrufræðingum samtíðarinnar. Georg Cuvier, sent á þeim tíma var talinn óskeikidl um líffræðilega hluti, lagðist á móti kenningunni. Lamarck hafði heldur ekki tekist að færa rök að því, að áunnir eiginleikar gengu í arf, en ]tað var aðaluppistaðan í kenningu hans. Kenning Lamarcks stóð því veikum fótum, enda hafði kirkjan lítið við hana að athuga. Lamarck hafði að vísu vikið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.