Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN '57 En það, voru ekki allir svo bjartsýnir. í bók sinni „The Principle of Population“ benti Thomas Malthus á þá hörðu baráttu fyrir til- verunni, sem háð væri alls staðar í náttúrunni, bæði meðal jurta og dýra og ekki hvað síst meðal manna. Viðkoman er alls staðar meiri en svo, að öll afkvæmin geti haldið lífi, mikill fjöldi þeirra hlýtur alltaf að deyja af skorti. Af þessu leiðir miskunnarlausa samkeppni um lífsnauðsynjarnar, þar sem þeir minni máttar bíða lægri hlut og falla í valinn, en þeir sterkari lirósa sigri. Kenning þessi mætti andúð rneðal félagsfræðinga og var mótmælt af ýmsum, en hún gaf Darwin hugmyndina um það, hvernig tirval náttúrunnar fer fram og lrver áhrif það hefur. Úr því að þessi höfuðatriði Darwinskenningarinnar voru nú þannig áður kunn, í hverju var þá afrek Darwins fólgið og hvers vegna ber kenningin hans nafn? Svarið er ofur einfalt: Flestar vís- indalegar kenningar verða þannig til, að í langan tíma er safnað athugunum og gögnum alls konar, oftast af mörgum mönnum með mörgum þjóðum. Allar þessar niðurstöður safnast fyrir og venju- lega þekkir hver vísindamaður ekki nema lítinn hluta þeirra. En þá kemur allt í einu maður, sem hlotið hefur yfirsýn yfir svo mikið af efninu, að hann kemur auga á meginatriðin. Hann setur niður- stöðurnar saman á þann hátt, að úr verður rökfræðileg heild eða kenning. Það var einmitt þetta, sem Darwin gerði. Kenningin um uppruna tegundanna við úrval náttúrunnar var að verða augljós. Darwin var heldur ekki sá eini, sem kom auga á hana. Annar mað- ur til, hafði komizt að því sama, eins og síðar verður skýrt frá. En Darwin liafði gert meira en að móta sjálfa kenninguna. Hann hafði safnað ógrynni af efni og gert athuganir bæði heima og erlendis, og hann hafði komið auga á þau rök, sem sannfærðu bæði hann og aðra um sannleiksgildi kenningarinnar. Darwin hafði þannig hvort tveggja til að bera, yfirsýn Iiins andlega mikilmennis og athugunar- gáfu liins ötula náttúruskoðara. Charles Robert Darwin var fæddur árið 1809 í Shrewsbury í Englandi. Faðir hans, Robert læknir, var sonur Erasmus Dar- wins, sem líka var læknir og auk þess áhugamaður um náttúrufræði, eins og áður var sagt. Móðir Charles Darwins var Susannah Wedge- wood, dóttir auðugs postulínsgerðarmanns. Charles, sem var sjötta barnið af átta, var að loknu venjulegu undirbúningsnámi sendur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.