Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 50
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þrönga heimkynni, en hvergi tvær saman. Þetta var erfitt að sam- ræma þeini kenningu kirkjunnar, að takmarkaður fjöldi ólíkra teg- unda liefði verið skapaður í eitt skipti fyrir öll, árið 4004 fyrir Krist. Darwin dvaldi í mánuð á Galapagos-eyjum, en þær liggja 600 mílur undan vesturströnd Suður-Ameríku, rétt um ntiðbaug. Eyj- ar þessar eru eldbrunnar mjög og hefur þeim skotið þarna upp á yfirborðið löngu eftir að meginland Suður-Ameríku varð til. Þarna fann Danvin dýr og jurtir af tegundum, sem voru hliðstæðar þeim er fundust á meginlandinu, en voru þó ekki eins. Jafnvel einstakar eyjar höfðu hver sína tegund. Hvernig gátu þessar hliðstæðu en þó mismunandi tegundir hafa orðið til, og hvers vegna voru þær svo líkar tegundum meginlandsins, en þó ekki eins? Það var að minnsta kosti mjög ósennilegt, að þær væru allar skapaðar þannig í upphafi, einkum þegar þess var gætt að Galapagos-eyjarnar voru miklu yngri en meginlandið. Þessu velti Darwin fyrir sér árum saman, og árið 1844, átta árum eftir að hann kom aftur til Englands, skrifaði hann vini sínum grasafræðingnum Hooker á þessa leið: „Loksins eru hlutirnir nú farnir ofurlítið að skýrast og ég er næstum viss um (gagnstætt því, sem ég hélt í upphafi) að tegundirnar eru ekki óumbreytanlegar“ („þetta er eins og að játa á sig glæp“, bætti Darwin inn í). Ekki gat Darwin gengið inn á kenningu Lamarcks um það, á hvern hátt tegundirnar hefðu breytzt. Þó taldi hann ekki alveg óhugsandi, að notkun og notkunarleysi líffæra gætu haft einhver áhrif á byggingu lífveruirnar með tíð og tíma. Annars kemst Dar- win á einum stað þannig að orði: „Guð varðveiti mig frá fásinnunni hans Lamarcks um hneigð lífveranna til framþróunar." Uni þetta leyti var það, sem Danvin hafði náin kynni af Lyell, en Lyell hafði eins og áður er sagt, gjörbreytt skoðunum manna á myndun jarðlaganna. Hann hafði í fyrsta lagi sýnt fram á, að jörð- in var miklu eldri en talið liafði verið, og var það mjög mikilvægt atriði fyrir kenningu Darwins. í öðru lagi hafði hann raltið jarð- söguna aftur á bak, út frá þeim umbreytingum, sem hægt er að fylgj- ast með nú á yfirborði jarðarinnar. Sömu aðferð tók Darwin upp. Hann tók að rannsaka, hvernig tegundir jurta og dýra breyttust. Og hann leitaði þangað, sem hann talcli líkurnar mestar að finna slíkar breytingar, en það var lijá ræktuðum jurtum og hjá húsdýr- um. Darwin athugaði nú nákvæmlega, hvernig kynbætur og úr-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.