Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1959, Blaðsíða 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161 val voru notuð til þess að fá fram æskilega eiginleika á ýmsum tegundum nytjajurta og húsdýra. Sjálfur ræktaði hann árum sam- an mörg afbrigði af dúfum. Þeir sem þá höfðu sérþekkingu á rækt- un húsdýra, héldu því fram, að liægt væri með kynbótum og úr- vali að breyta afkvæmunum að vild á nógu löngum tíma. Darwin féllst á þetta, og hann benti á það, að afkvæmi fædd mörg í sama burði eru að ýmsu leyti ólík, bæði hvert öðru og foreldrum sínum. Með jrví að velja stöðugt úr þau afkvæmi, er bezt fullnægðu ákveðnu skilyrði, mætti smátt og smátt breyta hverju afbrigði í ákveðna stefnu. Og úr því að maðurinn gat breytt húsdýrunum þannig á tiltölulega stuttum tíma, hversu fremur mundi þá ekki náttúran sjálf geta breytt tegundunum þannig, að fram kæmu fyrst ný afbrigði en síðan nýjar tegundir. Niðurstöður Lyells um aldur jarðarinnar sönnuðu, að tíminn væri nógur. En hvað gat það verið í náttúrunni, sem framkvæmdi þetta úrval? Nú var það einmitt, sem Darwin af tilviljun kynntist riti Malt- liusar, j)ví sem áður var nefnt. Og J>á rann énn upp fyrir honurn ljós. Það var baráttan fyrir tilverunni, sem framkvæmdi úrvalið í náttúrunni, bæði meðal manna, meðal dýra og rneðal jurta. Þarna er liáð barátta upp á líf og dauða, milli einstaklinga, milli afbrigða, milli tegunda. Og barist er um rúm, um fæðu og um maka. Þeir sem bezt hæfa kringumstæðunum, á hverjum stað, bera sigur úr býtum, jreir veikari og miður hæfu falla í valinn. Og valurinn er stór, því að viðkoman er mikil, svo mikil að hvorki er til rúm né fæða handa nema litlum hluta af Jjví ógrynni einstaklinga, sem til verður. Þarna var lausnin fundin. Úrval náttúrunnar sjálfrar gat með tímanum breytt einni tegund í aðra. Fyrst mynduðust ný af- brigði, en þau fjarlægðust hvert annað meir og meir, þar til mynd- ast höfðu ólíkar tegundir, og síðan héldu tegundirnar áfram að breytast og fjarlægjast hver aðra, svo mjög að ástæða var til að skipa þeim í mismundandi ættkvíslir, ættir og flokka. En allar gömlu teg- undirnar, hvað varð um þær? Nokkrar þeirra lifa áfram óbreyttar, þær Jiæfa sínu umhverfi, eins vel í dag og þær gerðu fyrir þús- undum eða miljónum ára, og ekki hafa komið fram önnur af- brigði sömu tegundar, sem hæfðu umhverfinu betur. Aðrar teg- undir hafa dáið út, vikið úr sínu rúmi fyrir afkomendum, sem ennþá betur hæfðu þeirra umhverfi. Margar hinna útdauðu teg- unda finnast steingerðar í fornum jarðlögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.