Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 54
N Á T T ÚRUFRÆÐINGURIN N 164 Höfuðatriðin í kenningu Darwins, eins og þau komu fram í bók lians árið 1859, eru þá þessi: 1. Öllum tegundum er meðskapaður breytileiki (variation). Ligg- ur hann oft í því, að einstaklingarnir eru mishæfir til þess að lifa og auka kyn sitt, við þau skilyrði, sem náttúran skapar þeim. 2. Viðkoma hverrar tegundar er miklu meiri en svo, að öll af- kvæmin nái þroska. Einstaklingarnir heyja því baráttu sín á milli, þar sem þeir halda velli, sem hezt hæfa umhverfinu. Þannig velur náttúran úr það, sem bezt hentar á hverjum stað, og við það breytist tegundin. Fyrra atriði Jjessarar kenningar Darwins reyndist síðar ekki vera á rökum reist, og verður vikið að Jrví hér á eftir. Síðara atriðið er aftur á móti ennjrá að miklu leyti í gildi. í 22 ár eftir að Darwin kom heim úr hinni löngu rannsóknarför sinni, hirti hann ekki neitt um Jressa kenningu sína. Hugur hans heindist eingöngu að Jrví, að safna fleiri og fleiri gögnum kenningu sinni til stuðnings, áður en hann léti bana frá sér fara. Vinur hans Lyell varaði hann Jró við að bíða svo lengi. Einhver kynni að koma auga á þessi sömu rök og birta niðurstöður sínar á undan Darwin. Almenningur var mjög tekinn að véfengja sköpunarsöguna, eins pg hún stóð í ritningunni, og hann beið eftir svari við spurningunni um uppruna tegundanna og ekki sízt mannsins. Tilgátan um þróun tegundanna var svo að segja orðin á hvers manns vörum, og margir náttúrufræðingar studdu hana. Rit Jreirra Erasmus Darwins og Jean Lamarcks höfðu á sínum tíma vakið mikla athygli og yngri hækur, sem fluttu sama hoðskap um Jrróun tegundanna, seld- ust í mörgum upplögum. Má þar einkum nefna bækur þeirra William Lawrence og Robert Chambers. Bók Lawrence kom fyrst út 1813, en var fljótlega bönnuð, Jrar sem bæði enska kirkjan og krúnan töldu hana hættulega. Bókin var samt endurprentuð, Jró ólöglegt væri, og árið 1848 voru komnar af lienni 9 útgáfur. Bók Chambers kom fyrst út árið 1844, en 10. útgáfa 1853. Höfundur inn lét þó ekki nafns síns getið. Allt þetta lét Charles Darwin cins og vind um eyrun Jrjóta. Enginn hafði ennþá lagt áherzlu á það, sem liann takli mikilvægast, en það var úrval náttúrunnar, eða •enginn hafði að minnsta kosti getað fært rök að slíku. Það var ekki

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.