Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 21
NA T T Ú R U F RÆI) IN G U RINN 15 eða dregur úr myndun afturhlutahormóns. Við það eykst þvagmagn- ið, unz vatnsmagn líkamans er komið í eðlilegt horf, en þá sendir afturhluti heiladinguls á ný frá sér eðlilegt magn hormónsins. Ef hormóni þessu er dælt inn í mann eða dýr, hækkar blóðþrýst- ingurinn, því að æðarnar þrengjast. Þetta er þó sennilega ekki eðli- legt hlutverk hormónsins, því að svo mikið þarf af hormóninu til að hækka blóðþrýstinginn, að trúlega losnar það aldrei svo ört við ná 11úrulegar aðstæður. Hitt afturhlutahormónið framkallar samdrátt í legvöðva — fæð- ingarhríðir — hjá konum og kvendýrum. Þetta hormón er stundum gefið konum, ef langur tími líður frarn ylir eðlilegan meðgöngu- tíma án þess að fæðingarhríðir hefjist, eða ef hríðir stöðvast eftir að íæðing er hafin. Sarna hormón losar um mjólk í mjólkurkirtlum, er afkvæmið sýgur, eða þegar kýr er mjólkuð. Um hálf mínúta líður frá því að mjaltir hefjast, þar til mjólk kemur frarn í spenana. Við strokurnar berst taugaboð upp til heilans, sem losar um hormón í afturhluta heiladinguls, er veldur samdrætti í sléttum viiðvum í mjólkurkirtl- unum, svo að mjólkin þrýstist út í spenana. Miðhluti heiladinguls er lítt þroskaður í mönnum og hlutverk hans óþekkt þar, sem með öðrum spendýrum. Hann gefur frá sér hormón, sem liefur áhrif á litaskipti fiska og froskdýra, en þessi dýr hafa í lniðinni sérlegar frumur, sem skipt geta litum eftir um- liverfi og likamsástandi dýranna. Engar slíkar frumur eru í húð æðri hryggdýra. Kannski er miðhluti heiladinguls úrelt líffæri í þessum dýrum. Þó hafa sumir vísindamenn þótzt geta merkt einhver áhrif miðhlutahormóns á menn. í framhluta heiladinguls verða til allmörg hormón. Meðal annars hefur heiladingullinn stjórn á störfum nokkurra mikilvægra inn- kirtla. Hann gefur frá sér hormón, sem örva innkirtlana til starfa eða auka stærð þeirra. Innkirtlar þeir, sem lúta á þennan hátt stjórn heiladinguls eru kynkirtlar, skjaldkirtil 1 og nýrnahettubörkur. Auk Jæss hefur framhluti heiladiuguls áhrif á mjólkurkirtla og stýrir vexti líkamans. Nú telja menn, að Jrrjú hormón úr framhluta heiladinguls hafi áhrif á starfsemi kynkirtla, að minnsta kosti hjá konum og kven- dýrum. Ekki er eins vel Jrekkt til áhrifa hvers þessara yfirkynhor- móna á kynstarfsemi karla.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.