Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21
NA T T Ú R U F RÆI) IN G U RINN 15 eða dregur úr myndun afturhlutahormóns. Við það eykst þvagmagn- ið, unz vatnsmagn líkamans er komið í eðlilegt horf, en þá sendir afturhluti heiladinguls á ný frá sér eðlilegt magn hormónsins. Ef hormóni þessu er dælt inn í mann eða dýr, hækkar blóðþrýst- ingurinn, því að æðarnar þrengjast. Þetta er þó sennilega ekki eðli- legt hlutverk hormónsins, því að svo mikið þarf af hormóninu til að hækka blóðþrýstinginn, að trúlega losnar það aldrei svo ört við ná 11úrulegar aðstæður. Hitt afturhlutahormónið framkallar samdrátt í legvöðva — fæð- ingarhríðir — hjá konum og kvendýrum. Þetta hormón er stundum gefið konum, ef langur tími líður frarn ylir eðlilegan meðgöngu- tíma án þess að fæðingarhríðir hefjist, eða ef hríðir stöðvast eftir að íæðing er hafin. Sarna hormón losar um mjólk í mjólkurkirtlum, er afkvæmið sýgur, eða þegar kýr er mjólkuð. Um hálf mínúta líður frá því að mjaltir hefjast, þar til mjólk kemur frarn í spenana. Við strokurnar berst taugaboð upp til heilans, sem losar um hormón í afturhluta heiladinguls, er veldur samdrætti í sléttum viiðvum í mjólkurkirtl- unum, svo að mjólkin þrýstist út í spenana. Miðhluti heiladinguls er lítt þroskaður í mönnum og hlutverk hans óþekkt þar, sem með öðrum spendýrum. Hann gefur frá sér hormón, sem liefur áhrif á litaskipti fiska og froskdýra, en þessi dýr hafa í lniðinni sérlegar frumur, sem skipt geta litum eftir um- liverfi og likamsástandi dýranna. Engar slíkar frumur eru í húð æðri hryggdýra. Kannski er miðhluti heiladinguls úrelt líffæri í þessum dýrum. Þó hafa sumir vísindamenn þótzt geta merkt einhver áhrif miðhlutahormóns á menn. í framhluta heiladinguls verða til allmörg hormón. Meðal annars hefur heiladingullinn stjórn á störfum nokkurra mikilvægra inn- kirtla. Hann gefur frá sér hormón, sem örva innkirtlana til starfa eða auka stærð þeirra. Innkirtlar þeir, sem lúta á þennan hátt stjórn heiladinguls eru kynkirtlar, skjaldkirtil 1 og nýrnahettubörkur. Auk Jæss hefur framhluti heiladiuguls áhrif á mjólkurkirtla og stýrir vexti líkamans. Nú telja menn, að Jrrjú hormón úr framhluta heiladinguls hafi áhrif á starfsemi kynkirtla, að minnsta kosti hjá konum og kven- dýrum. Ekki er eins vel Jrekkt til áhrifa hvers þessara yfirkynhor- móna á kynstarfsemi karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.