Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 4
IV
XÁTTÚ RUFRÆÐING URINN
að hækka verðið í þessi fimm ár, hann hefir engin feigðarmerki
á sér sýnt.
A þessum fimm árum hafa komið út af Náttúrufræðingnum 12 arkir
á ári, eða 60 arkir samtals. Ritið hefir auðgað íslenzkar bókmenntir um
910 bls. af hreinni náttúrufræði, einmitt því faginu, sem alls staðar kallar
hæzt á athygli allra 20-aIdar-manna. Hann hefir birt um 280 myndir, eða
að meðaltali mynd á 3.—4. hverri blaðsíðu. Hann hefir birt ritgerðir
eftir rúmlega 60 höfunda, þar á meðal flesta þá íslendinga, sem eitthvað
fást við náttúrufræði, og auk þess greinar eftir 4 erlenda 'vísindamenn.
I Náttúrufræðingnum hafa alls komið tæpar 300 greinar, sem hafa fjall-
að um dýrafræði, mannfræði, læknisfræði, grasafræði, námufræði, lamd-
fræði, eðlisfræði, efnafræði, verkfræði, veðurfræði, stjörnufræði o. fl.
Náttúrufræðingurinn hefir reynt að vera útvörður til þess að kynna
lesendum sínum allar þær nýjungar úr náttúrufræði, sem til hans hafá
komizt, eða hann hefir náð til, og þær bækur, sem ritaðar hafa verið á
íslenzku um náttúrufræði, eða um íslenzka náttúrufræði á íslenzku og
öðrum málum. Þar að auki hefir hann verið athvarf þeirra, sem éinhverju
markverðu höfðu að miðla öðrum, náttúrufræðilegs efnis, öruggur lend-
ingarstaður fyrir ýmsan fróðleik og nýjungar, sem voru þess virði, að
geymast, en gleymzt hefðu, ef hans hefði ekki notið við.
Allt hvað líður, fer það að hafa nokkurn kostnað í för með sér, að
eignast Náttúrufræðinginn frá byrjun. Þess vegna vill sjálft afmælisbarn-
ið að þessu sinni gefa afmælisgjöfina þeim, sem þiggja vilja, en hún er:
Nátturufræðingurinn I.—V. árg. fyrir aðeims kr. 15.00
eða fyrir áðeins háSfvirði.
Vegna þess að „upplagið“ er takmarkað, nær þó þetta tilboð aðeins
til þeirra 100, sem gefa sig fyrst fram eítir að þetta hefti er komið út,
og síðan verða áskrifendur. í’ilboð þetta stendur aðeins þangað iil 1.
ágúst þetta ár, og staðgreiðsla á þessum fimm árgöngum, og 6. árg. verð-
ur að fara fram. 6. árgangurinn kostar 6 krónur, það er áskriftarverð
Náttúrufræðingsins.
Á. F.