Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145
iiiimimimimiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Ættgengi.
------- Niðurl.
Ef við nú virðum fyrir okkur tvo eiginleika í senn, og rann-
sökum ættgengi þeirra, verður viðfangsefnið strax nokkuð flókn-
ara. Hugsum okkur tvo snigla, annan með gulum kuðung, randa-
lausum, en hinn með rauðum kuðung með svörtum röndum, og
gerum ráð fyrir, að sniglarnir séu kynhreinir hvað kuðunginn
snertir. Hér er að ræða um tvenna eiginleika, nefnilega í fyrsta
lagi litinn á kuðungnum, því að annar snigillinn hafði gulan
en hinn rauðan kuðung, og í öðru Jagi rendurnar á kuðungn-
um, sem annar snigillinn hafði, en hinn ekki. Nú látum við
sniglana æxlast, og það kemur þá í ljós, að alt afkvæmið fær
V mynd. Sniglar (Helix nemoralis) með röndóttum og randalausum kuðung.
(Ö. Winge: Arvelighedslære, Köbenh. 1928).
rauða, randalausa kuðunga. Hér ríkir með öðrum orðum eigin-
leikinn rauður kuðungur yfir eiginleikanum gulur kuðungur,
og eiginleikinn randalaus ríkir yfir eiginleikanum röndóttur.
Nú látum við afkvæmin æxlast, og eignast ný afkvæmi, og at-
hugum hvorn þessara tveggja eiginleika fyrir sig. Við sjáum
þá, eins og var að vænta, að þrír fjórðu hlutarnir af sniglunum
hafa rauðan kuðung, einn fjórði hluti gulan, og þrír fjórðu hlut-
ar hafa randalausan kuðung, en einn fjórði hlutinn röndóttan.
1 öðru lagi komumst vér að raun um, að eiginleikarnir rauður
og röndóttur, eða eiginleikarnir gulur og randalaus, fylgjast
eltki, eins og þeir gerðu hjá afanum og ömmunni, því að meðal
sniglanna eru sniglar með rauðum og randalausum kuðung, og
sniglar með gulum og röndóttum kuðung. Þetta gefur tilefni
til umhugsunar. I fyrsta lagi er það ljóst, að til dæmis eigin-
leikinn röndóttur er alveg sjálfstæður, og í engu föstu sambandi
við eiginleikann rauður. í öðru lagi sést það, að gen þau, sem
10