Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 6
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111}
ráða litnum, nefnilega rauðu og gulu, og þau gen, sem ráða
röndunum, geta ekki verið í sama litþræði, þar sem þessir tveir
eiginleikar ganga í ættir alveg óháðir hvor öðrum. Eg hefi
endurtekið það, að þegar kynsellur myndast af vanalegum lík-
amsselium, verða tvær kynsellur úr hverri einni líkamssellu,
og litþræðir kynsellnanna skiptast jafnt á milli kynsellnanna,
þannig að annar tvíburinn, eða annar hvor af tveimur, sam-
ræmum litþráðum, fer í aðra selluna en hinn í hina. Litþræð-
irnir ganga með öðrum orðum heilir frá upphafi til afkvæm-
isins, og hverjum litþræði fylgja allir þeir eiginleikar, sem
samsvara þeim genum, sem litþráðurinn ber í skauti sínu. En
af þessu leiðir aftur, að margir eiginleikar ganga í ættir sam-
an, af því að genin, sem valda þeim, eru tengd saman í sama
litþræði. Þessi gen nefnast því samtengd gen.
Það er nú auðskilið, að eiginleikinn rauður, og eiginleikinn
röndóttur, hafa haft aðsetur sitt hvor í sínum litþræði, því að
þeir alveg óháðir hvor öðrum að öllu leyti. Ef þeir hefðu verið
í sama litþræði, hefði mátt gera ráð fyrir, að þeir hefðu fylgst
meira en raun varð á.
Þó að þeir eiginleikar, sem tengdir ,eru saman í sama lit-
þræði, fylgist að jafnaði, þá er það þó mjög algengt, að þeir
skilji, og erfist síðan óháðir hver öðrum, hvor fyrir sig. Þetta
fyrirbrigði liggur í því, að litþræðirnir geta stundum eins og
gengið í samband hver við annan, þannig að partar úr öðrum
þræðinum losna frá hinum hluta þráðarins, og festist við hinn
þráðinn, og samsvarandi partur hans losni, og bætist við þann
fyrri í staðinn. Þegar svona vill til, þegar tveir litþræðir skipt-
ast á pörtum, býtta þeir einnig öllum þeim genum, sem fylgja
partinum, svo að þau ganga nú í ættir alveg óháð öðrum gen-
um, sem þau stóðu áður í sambandi við, og virtust fylgja
stöðugt.
Eitt af þeim dýrum, sem er allra mest rannsakað með tilliti
til ættgengis, er hin svonefnda bananfluga, sem Ameríkumenn
hafa lagt mjög mikla rækt við. Hjá bananflugunni hafa fundist
mörg hundruð eiginleikar, s,em ganga í ættir. Það hefir tek-
izt að benda á, hvernig þessum eiginleikum er skipt niður í lit-
þræðina, já, það hafa meira að segja verið færð rök að því,
hvar í hverjum litþræði orsök einhvers ákveðins eiginleika á
heima. Það hefir komið í ljós við þessar rannsóknir, að orsakir
eiginleikanna, eða genin, liggja í röðum í þráðunum, þannig, að