Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 153 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Arangur íslenzkra fuglamerkinga. IX. Erlendis hafa náðst: Smyrilsungi (Falco columbarius subaesalon), merktur (5/335) í hreiðri hjá Hriflu í Suður-Þingeyjarsýslu, þ. 7. júlí 1935. Tekinn í Preston, Lancashire á Englandi, seint (?) í nóv- ember 1935. Grágæs (Anser anser), merkt (2/255), fullorðin, í sárum (?), hjá Orrastöðum í Austur-Húnavatnssýslu, þ. 8. júlí 1934. Skotin þ. 2. nóvember 1935 við Wigtown-Bay á Suðvestur-Skot- landi. Urtönd (QuerquecLula c. crecca), skotin þ. 17. október 1935, í Scull, Co. Cork á írlandi. Þetta reyndist vera kvenfugl og er lík- lega ungi frá því í sumar. Hún var merkt (5/66) í sumar ein- hversstaðar í Skagafirði, en hvar og hvaða dag er ókunnugt, þeg- ar þetta er ritað. Merkjandinn, hr. Hermann Stefánsson, slasað- ist í vetur af byssuskoti, er hann var á rjúpnaveiðum, og hefir af þeim ástæðum ekki getað gengið frá merkjaskrám sínum enn þá. Rauðhöfðaönd Mareca penelope), merkt (4/588), þ. 27. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Þetta er ungi. Skotin þ. 30. október 1935, í Thurso í Katanesssýslu á Skotlandi. Rauðhöfðaönd (Mareca penelope), merkt (4/38), á eggj- um, hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 6. júní 1933. Skotin þ. 15. október 1935, á Loch Stenness í Orkneyjum. Hrossagaukur (Capella gallinago faeroensis), merktur (6/956), þ. 21. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Skotinn á North Uist-ey, á Suðureyjum við Skotland, þ. 21. október 1935. Stelkur (Tringa totanus robusta), ungi, merktur (5/475), þ. 5. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Skotinn 23. október 1935, á North Ronaldshay Island, í Orkneyjum. Lóa (Pluvialis apricarius altifrons), ungi, merktur (5/865), þ. 5. júlí 1935, á Skjaldfönn í ísafjarðarsýslu. Skotin þ. 28. nóv- ember 1935, í Dartmoor Forrest, S. Devon á Englandi. Svartbakur (Larus marinus), ungi, merktur (3/243), þ. 18. júlí 1935, í Berjanesi í Landeyjum. Skotinn í Suðurey í Fær- eyjum þ. 1. október 1935.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.