Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 14
154 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Innanlands hefir spurzt um: Hrafnsungi (Corvus corax tibetanus), merktur (3/257), þ. 4. júní 1935, í Árnesi í Þjórsá. Skotinn á Hæli í Árnessýslu þ. 1. nóvember 1935. Hrafnsungi (Corvus corax tibetanus), merktur (3/260), þ. 4. júlí 1935, í Árnesi í Þjórsá. Fannst dauður hjá Mjósundi í Flóa, um haustið 1935. (Sjá Morgunblaðið þ. 11. des. 1935). Tveir þúf utittlingsungar (Anthus pratensis), merkt- ir (8/619 og 8/565), á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 9. júlí og 14. júlí 1935. Fundnir dauðir sama staðar seinna um sumarið. Þúfutittlingsungi (Anthus pratensis), merktur (8/ 356), þ. 11. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Drepinn af ketti sama staðar þ. 15. sama mánaðar. Tveir skógarþrastarungar (Turdus musicus coburni), merktir (7/604 og 7/605), þ. 4. júní 1935, á Grímsstöðum við Mý- vatn. Drukknuðu þar í gjá tveim dögum síðar. Skógarþröstur (Turdus musicus coburni), merktur (6/ 864) fullorðinn, á Akureyri, þ. 2. febrúar 1935. Drepinn af ketti sama staðar þ. 2. marz 1935. Gráþröstur (Turdus pilaris), merktur (6/866), fullorðinn, á Akureyri, þ. 2. febrúar 1935. Fannst dauður sama staðar þ. 5. marz 1935. Gráþröstur (Turdus pilaris), merktur (6/867), fullorðinn, á Akureyri, þ. 3. febr. 1935. Fannst dauður sama staðar snemma í marz 1935. Rauðhöf ðaönd (Mareca penelope), ungi, merktur (4/ 579), á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 26. júní 1935. Skotin sama staðar þ. 23. september 1935. Rauðhöfðaönd (Mareca penelope), ungi, merktur (4/ 586), þ. 25. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Fannst dauð- ur sama staðar þ. 6. september 1935. Duggönd (Nyroca m. marila), fullorðinn bliki, merktur (3/441), þ. 24. júní 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Fannst dauður sama staðar þ. 30. sama mánaðar. Duggönd (Nyroca m. marila), fullorðin, merkt (4/164), á hreiðri hjá Grímsstöðum við Mývatn, þ. 26. júní 1933. Tekin á hreiðri sama staðar þ. 10. júlí 1935 og endurmerkt (3/^50). Skúfönd (Nyroca fuligula), ungi, merktur (4/666), þ. 2. ágúst 1935, á Grímsstöðum við Mývatn. Fannst dauður sama stað- ar þ. 14. sama mánaðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.