Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157
tiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiimiiiimiimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiii
stöðum við Mývatn, þ. 19. júlí 1935. Fannst dauð sama staðar
þ. 6. september s. á.
Kríuungar (Sterna macrura), sjö að tölu, merktir
(6/948, 6/950, 6/970, 6/1208, 6/1212, 6/1216, 6/1221), á Gríms-
stöðum við Mývatn, dagana frá 20. júní til 16. júlí 1935. Fund-
ust dauðir sama staðar skömmu síðar.
Tveir kríuungar (Sterna macrura), merktir (7/637 og
7/638), á Grímsstöðum við Mývatn, þ. 10. júlí 1935. Fundnir
dauðir sama staðar nokkuru síðar.
K r í u u n g i (Sterna macrura), merktur (7/710), þ. 3. júlí hjá
Reykjahlíð við Mývatn. Tekinn heima við bæ á Grímsstöðum þ.
23. ágúst, eltur af fálka. Var ómeiddur og var sleppt aftur.
R j ú p a (Lagopus mutus islandorum), fullorðin, merkt á eggj-
um hjá Skógum í Axarfirði, þ. 5. júlí 1935. Skotin hjá Vogum við
Mývatn, í byrjun nóvembermánaðar 1935.
M. B.
Tunglfisk rekur.
Hinn 17- nóvember 1935 rak tunglfisk á Borgarhafnarfjöru í A.-
Skaftafellssýs(u. Þetta var vestan við svonefnda Hálsa, sem eru fram af
Hestgerðismúla, en út af Hálsunum er sagt, að oft séu hnísur og selir.
Eftir þeim upplýsingum, sem hr. Skarphéðinn Gíslason, Vagnsstöðum, lét
mér í té bæði í síma og bréflega, þá hefir þessi fiskur verið 235 cm á
lengd, og þyngdin hefir líklega verið ein 500 kg eða meira. Segir heimildar-
maður minn, að átta menn hafi reynt að draga skepnuna, og ekki tekizt
að mjaka henni nema á að gizka um 10 cm í hverjum rykk.
Hér hafa fundizt eitthvað 6—8 tunglfiskar áður, sem sögur fara af;
um það má lesa í „Náttúrufræðingnum“, I. árg., 1931, bls. 164.
Á. F.