Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 22
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iniiiimiiiiiimmmiiiimiiiiiimiiiiiimimiiiiiimmiiiiiiMimimmiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiii hafa þeir orðið að fást við frekara aðkallandi viðfangsefni, og hefir því íslenzk fuglafræði yfirleitt orðið að sitja á hakanum. Ýmsir erlendir náttúrufræðingar hafa oft komið hingað og koma stundum enn þá í fuglafræðilegum rannsóknar-erindum, en flest af því, sem þeir hafa ritað um rannsóknir sínar hér, hefir farið fyrir „ofan garð og neðan“ hjá okkur, þar eð ritgerðir þeirra hafa birzt í hinum og þessum sérfræðiritum erlendum, sem sjaldn- ast koma fyrir augu hérlendra manna, en sárafáir hafa skrifað sérstakar bækur um rannsóknarstörf sín hér á landi. Frá þessu eru þó heiðarlegar undantekningar, og er í þessu efni bæði skylt og geðfellt að geta þriggja vísindamanna, sem mest og bezt hafa rannsakað og ritað um íslenzka fuglafræði og eigum við þeim að þakka þá þekkingu, sem þegar er fengin á þessu sviði, en það eru þeir Friedrich Faber, danskur maður, sem kom hingað árið 1819 og dvaldist hér á landi í tvo vetur og þrjú sumur, eða samfellt í 2 Y2 ár, við vísindalegar fuglarannsóknir. Er hánn með réttu tal- inn frum-höfundur eða faðir vísindalegrar fuglafræði íslenzkrar. Frá honum höfum við það, sem við vitum enn þá um fjölmarga íslenzka fugla, og hafa síðari tíma rannsóknir þar engu haggað; á mörgum sviðum stendur þekking okkar enn þá kyrr, þar sem Faber skildi við hana, þ. e. merki hans liggur enn þá þar, sem hann hneig í valinn, og er það okkur íslendingum lítill sómi að láta slíkan mann liggja óbættan, þ. e. látið starf hans falla niður og næstum gleymast. Það, sem Faber kenndi okkur um rjúpuna okkar, er næstum það eina, sem við vitum um hana með vissu. Hann var sá fyrsti, sem tók eftir því að íslenzka rjúpan er í mörgu frábrugðin rjúpunum í nágrannalöndunum, sem þó voru þá tald- ar til sömu tegundar, bæði í vexti og útliti og í lifnaðarháttum. Hann rannsakaði rjúpuna með þeirri nákvæmni og samvizkusemi, sem honum var eiginleg, frá því hún kom úr egginu, þangað til hún var fullorðin. Hann mældi hana og lýsti henni að hætti fræði- manna sem sérstakri tegund, sérkennilegri fyrir ísland, og þó að honum tækist ekki að sannfæra samtíðar fræðimenn um réttmæti þessarar kenningar sinnar, er hún nú almennt viðurkennd og rjúpan ber nú það fræðilega heiti, sem Faber gaf henni, það er L. mutus islandorum, Faber. En Faber gerði fleira, hann athug- aði lifnaðarhætti rjúpunnar, eftir því sem föng voru til, og fylgdi henni eftir á ýmsum tímum æfi hennar, og eins og eg tók fram áðan, hafa síðari tíma menn þar litlu eða nær engu við að bæta, og þeir, sem síðar hafa að einhverju leyti fetað í fótspor hans,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.