Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 34
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
inn var aðeins þrjú og hálft stig, og kom það þá í ljós, að báðir
mælarnir sýndu þennan hita eftir lítinn tíma, engu síður sá mæl-
irinn, sem brumverjurnar hafði, en hinn. Munurinn varð aðeins
sá, að verjulausi mælirinn þurfti ekki nema níu mínútur til þess
að fá þann hita, sem umhverfið hafði, en hinn mælirinn, sem
varinn var, þurfti þrjátíu mínútur til þess að jafna sig. Annað
fyrirbrigði, sem einnig mælir á móti því, að brumverjurnar séu
til skjóls, er það, að vökvinn í bruminu getur frosið og orðið að
ís, og það sama er að segja um greinar og stofn, í þeim getur
einnig myndast ís, svo að korkurinn er eigi fær um að vernda
gegn kulda, ekkert frekar en brumverjurnar.
Eg þykist nú hafa gert nokkra grein fyrir vörnum þeim, sem
plönturnar hafa til að tjalda gegn jötunafli vetrarins, og þá eink-
um tekið tillit til íslenzkra plantna, — hér verður að láta staðar
numið. En í sambandi við þetta efni má þó vart undir höfuð leggj-
ast að minnast lítilsháttar á mismun þann, sem mismunandi lofts-
lag skapar gróðrinum, ekki sízt trjágróðrinum á mismunandi
stöðum á jörðinni. í norðlægum löndum, þar sem mikill er mun-
ur sumars og veturs, er mikið af barrtrjám, en blöð þeirra eru
eins og kunnugt er líkar nálum að lögun, og þannig vel úr garði
gerð til þess að verjast útgufun, þar sem yfirborð þeirra er svo
lítið í samanburði við rúmmálið. Þessi tré þurfa því ekki að fella
blöðin á haustin, og standa því ein allra norrænna trjáa með sí-
græn blöð. Undantekning frá þessari reglu er þó barrfellirinn,
hann fellir barrið, en þannig eru blöð barrtrjánna nefnd á haustin.
Öll önnur norræn tré fella laufið á haustin, eins og eg hefi gert
grein fyrir. Komum við til suðrænna landa, þar sem lítill
munur er árstíða, fá skógarnir allt annan svip. Þeir eru sígrænir
árið í kring, blöðin falla af smátt og smátt, en nýjar fylkingar
koma jafnóðum í stað þeirra, sem falla til jarðar.
Áður en eg lýk þessu máli, skulum við sem allra snöggv-
ast hvarfla huganum út í hafið, sem skolar strendur Is-
lands, og minnast þeirra miklu gróðurbreytinga, sem þar verða,
þegar þörungamilljarðarnir, sem svífa í djúpinu við yfirborð
sjávarins, búa sig undir veturinn. Á sumrin lita þeir hafið með
mergð sinni, hver kynslóðin fæðist á fætur annarri, allt lífið í
sjónum byggist á því, að á hverju augnabliki fæðist milljónir —
og deyi milljónir. En á haustin hverfa þeir því sem næst með
öllu, eins og grasið á túni bóndans. Alveg eins og grösin íklæð-
ast þeir einskonar hvílugerfi, sem dauðinn vinnur ekki á, og má