Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177 umiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Úrelt líffæri á mannslíkamanum. Skyldleiki dýranna. Lægst og frumlegust allra dýra eru frumdýrin, eða einsellung- arnir. Allur líkami þeirra er aðeins ein sella, öll önnur dýr eru gerð úr milljónum sellna, að minnsta kosti þegar þau eru full- orðin. Öll dýr, önnur en frumdýrin, kallast vefdýr. Ófullkomnust af þeim eru svamparnir og svo holdýrin, eins og til dæmis marg- lyttan, því að líkami þeirra er varla annað né meira en poki með tvöföldum veggjum. Þá koma ormarnir, ófullkomnastir þeirra eru hinir óliðskiptu ormar, sem líkjast spóluorm og njálg, en full- komnastir eru liðormarnir; einn af þeim er skerinn, sem lifir við strendur Islands. Þá koma skrápdýr, lindýr og liðdýr. Þau koma okkur ekkert við í þessu sambandi, þess vegna skulum við sleppa þeim, en minnast þeim mun nánar á síðustu og fullkomnustu fylk- inguna, hryggdýrin. Þau greinast í fimm aðalflokka, fiska, frosk- dýr, skriðdýr, fugla og spendýr. Ófullkomnastir eru fiskarnir, að flestu eða öllu leyti. Þeir anda með tálknum, en ekki lungum. Út frá hjartanu streymir blóðið eftir mikilli slagæð til tálknanna, þar sem grein gengur út í hvern tálknboga, en þessar greinar sameinast svo aftur, þegar þær koma frá tálknunum, í stofn, sem gengur út í líkamann. í hjartanu eru aðeins tvö hólf, eitt fram- hólf og tvö afturhólf, en ekki tvö framhólf og tvö afturhólf, eins og hjá hinum fullkomnari hryggdýrum. Froskdýrin standa stigi ofar en fiskarnir. Þau lifa eins og kunnugt er á landi og anda með lungum, að minnsta kosti langflest þeirra, þegar þau eru full- orðin. En mörg þeirra taka mikilli myndbreytingu, eins og til dæmis froskarnir, og mætti svo að orði kveða, að þau byrji lífið sem fiskar og endi það sem froskar. Loks koma skriðdýrin, sem aldrei á neinu stigi lífsins anda með tálknum, og að flestu leyti standa froskdýrunum ofar að öllum þroska. Og allra síðast í hinni löngu röð koma svo topparnir á hinum mikla meið lífsins, fuglarnir og spendýrin. Auk þess, hve þessir tveir floklcar eru að mörgu leyti fullkomnari en öll önnur hryggdýr, til dæmis vegna þess, að hjartað og æðakerfið er miklu fullkomnara, þá eru þeir einnig að því leyti einkennilegir, að þeir hafa heitt blóð, fuglarnir eru klæddir fiðri, en spendýrin hári. Ef við loks virðum fyrir okkur þann mun, sem er á manninum annars vegar og spendýrunum, 12

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.