Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 38
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIt sem honum eru skyldust allra dýraflokka hryggdýranna, hins vegar, þá verður niðurstaðan í stuttu máli þessi. Það, sem sér- kennir manninn út frá dýrafræðilegu sjónarmiði, er einkum það tvennt, að hann gengur uppréttur, eða eins og við getum orðað það, aðeins á afturfótunum, og hitt, að stóri heilinn er mjög þroskaður, miklu betur en venja er til hjá spendýrunum. Vegna þess að hann gengur uppréttur, er líkaminn flatvaxinn, en ekki þunnvaxinn, en af því leiðir einnig, að framlimirnir verða til taks til annarra starfa en í þarfir hreyfingarinnar. Þannig skap- ast höndin, en þróun hennar í eitthvert það fullkomnasta verk- færi, sem til er í dýraríkinu, fylgir þróun stóra heilans, sem segir henni fyrir verkum. Vegna verksvits síns hefir manninum tekizt að vinna á ýmsan hátt bug á náttúruöflunum. Til dæmis hefir honum tekizt, með því að gera sér föt, að leggja undir sig lönd, þar sem loftslagið er honum að ýmsu leyti óhentugt, en vegna fatanna hefir hann svo misst hárið smám saman, nema á höfðinu. Sögulegt yfirlit. Þegar í fornöld höfðu ýmsir vitringar trú á því, að dýraríkið hefði smám saman þróazt frá hinni ófullkomnustu byrjun til þeirr- ar fullkomnunar, sem æðstu dýr eru búin nú á dögum. Þetta kem- ur greinilega fram í ritum Anaximanders, Heraklitesar og Empe- dóklesar; allir þessir menn vildu leita þróunar dýraríkisins í eðli- legum orsökum. Á miðöldunum gleymdust að miklu leyti kenn- ingar þeirra, menn trúðu þá á ýms yfirnáttúrleg öfl, sem réðu breytingum í heimi dýranna, en í byrjun nítjándu aldarinnar vaknar framþróunarkenningin á ný, eftir margra alda væran svefn. Hinn fyrsti forvígishöldur hennar var stórskáldið þýzka, Goethe, en í fótspor hans fylgdu Englendingurinn Erasmus Darwin, afi hins fræga Darwins, sem seinna kom til sögunnar, og Frakkinn Lamarck. En á skoðanir þessara manna var þó í byrjun litið sem meira eða minna ósennilegar getgátur; þegar hér var komið sögunni, voru ekki til nægilega mikil sönnunargögn til þess að leysa hnútana. Seinna kom svo hinn frægi Englendingur, Char- les Darwin, til sögunnar og gerði rannsóknir viðvíkjandi þróun jurta, en þó einkum dýra, að lífsstarfi sínu. Hann safnaði feikna miklum gögnum og heimildum, til þess að skýra málið frá öllum hliðum. Það er óhætt að fullyrða, að það starf, sem þessi eini mað- ur hefir skilað, er algert einsdæmi í sögu vísindanna. Árið 1859 birtist hin fræga bók hans, sem hann nefndi Um uppruna tegund-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.