Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 40
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 framtíðinni, hafa meiri líkur til þess að geta haldið velli og get- ið nýtt afkvæmi í heiminn, með öðrum orðum, það eru meiri lík- ur til þess að eiginleikar, sem að einhverju leyti koma tegundinni að gagni, gangi í arf, þróist til meiri fullkomnunar og festist, en þeir eiginleikar, sem engin áhrif hafa dýrinu til þrifa og fram- dráttar, eða eru jafnvel skaðleg. Og vegna þessa ættu svo nýjar tegundir að verða til, segir Darwin. Um þetta atriði hafa þó, eins og eg drap á, verið skiptar skoðanir, og ein hin nýjasta fræði- grein náttúruvísindanna, ættgengisfræðin, hefir komið með aðr- ar skýringar, sem mörgum finnast sennilegri. Af öllum þeim ættgengisfræðingum, sem þetta atriði hafa rannsakað og einna mest hefir borið á, vil eg aðeins nefna þrjá: Þjóðverjann Weis- mann, Hollendinginn Hugo de Vries og Svíann Bengt Lidforss. Framh. Svartþröstur. Hr. Aðalsteinn Teitsson kennari, Víðidalstungu, Víðidal, V.-Húna- vatnssýslu, skrifar mér á þessa leið, og bið eg hann afsökunar á því, þótt eg taki mér hér „Bessaleyfi" til þess að birta það: „Eg minnist greinar yðar í 2. örk Náttúrufræðingsins (I. árg.), þar sem þér skrifið um svartþröst og starra, og óskið eftir að fá upplýsingar um þessa fugla. 20. nóvember s.l. sást hér sjaldgæfur fugl, og þegar eg bar útlit hans saman við lýsingu yðar á svartþresti í fyrmefndri grein, var eg ekki í vafa um, að hér var um svartþröst að ræða. Fugl þessi var hér heima við bæ i nokkra daga, og hagaði sér líkt og snjótittlingur, en nú fyrir tveim- ur dögum gerði hér snjó, og hefir hann ekki sést síðan“. Náttúrufræðingui'inn er þakklátur fyrir þessar upplýsingar, og óskar þess, að meira mætti berast honum af fregnum um dýralíf landsins; vildi hann varðveita það, sem þess þætti vert. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.