Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 5

Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 113 aiiiimiMmimmiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiiimmiiiimimmiiiiiiiimiimiiimimiiiiiiimmii Tífættir skjaldkrabbar íslenzkir. (Thoracostraca decapoda Islandiae). Eftir Bjarna Sæmundsson. Ritstjórinn mæltist til þess við mig, að eg fræddi lesendur Náttúrufræð- ingsins eitthvað um íslenzk krabbadýr, þar sem eg hefi við rannsóknir mín- ar oft haft tækifæri til að athuga mörg þeirra, nýveidd, í fiskamögum, eða jafnvel lifandi, og safnað all-miklu af þeim handa Náttúrugripasafninu. Þótti mér vænt um að fá tækifæri til að fræða almenning um íslenzk krabba- dýr, þar sem eg hefi sjaldan haft tækifæri til þess, nema stuttlega 1 Dýra- fræði minni, og þar sem í öðru lagi augu almennings hér eru nú farin að opnast fyrir nytsemi og verðmæti þeirra sumra (eg hefi einstöku sinnum bent á það í skýrslum mínum). En því miður er erfitt að fræða menn mikið í stuttri tímaritsgrein um jafnfjölskrúðuga dýradeild og krabbadýrin eru og verða því aðeins hin kunnari þeirra og beinlínis verðmætari, tífætlurnar, tekin til meðferðar, í sem allra stytztu máli þó, í þeirri von, að „lítið sé betra en ekki“. Um vísindalega niðurröðun verður ekki að ræða og lýsing- arnar svo stuttar, sem framast má, til þess að nokkurt lið sé í þeim; en eg hygg þó, að athugulir menn geti, með aðstoð myndanna, þekkt dýrin eftir þeim. Krabbadýrin eru mjög fjölskrúðugur flokkur af liðdýrafylk- ingunni og hliðstæður lang-fjölskrúðugasta flokki hennar, skor- dýrunum, eins og lesa má um í algengum dýrafræðibókum. Fylk- ing þessi hefir lagt undir sig bæði láð og lög, en þó þannig, að skordýrin eru lang-flest landdýr, en krabbadýrin lagardýr, sem mörg lifa í vötnum, en flest þó í sjónum og koma þar í skordýr- anna stað. Eru lifnaðarhættir krabbadýranna afar ólíkir, þar sem sum eru rándýr, eða hrædýr, önnur leðjuætur (lifa á rotnandi efnum (detritus) í botnleðjunni), eða sníklar, sem ýmist gerast „lýs“ (o: blóðsugur) utan á fiskum og fleiri dýrum og stundum allstórvaxnar, eins og óskabjörninn, eða tálkna- og innýfla- ,,ormar“ í þeim og verða þá að taka á sig hinar furðulegustu myndir, næsta ólíkar því, sem menn gætu búist við, að heiðarleg krabbadýr myndu birtast í og telja virðingu sinni samboðið (t. d. illan í þyrsklingstálknum) og sýna krabbadýrseðli sitt og útlit aðeins á æskuskeiði; hið sama má segja um þá deild krabbadýra, sem nefnast skelskúfar (hrúðurkarlar og helsingjanef) og setjast til fastrar dvalar á fljótandi hluti í sjónum, eða á kletta á hafs- botni eða í fjörum (sbr. dýrafræðina). Annars lifa flest krabba- 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.