Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115
immimmiimiiiiiiimmiimiiiiimiimmiimimmiiimiimiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiimmiiimiiiimmiimiimiiiiiimimiimiim
áfram meS þeim, en ef mikið liggur við, slær það sundblöðkunni
af afli fram undir kviðinn, en hrekkur um leið góðan kipp aftur
á bak. — Tífætlurnar verpa allar eggjum, sem oft eru fest til
klaks á halafæturna. Ungarnir taka miklum breytingum, og á því
það, sem hér verður sagt um útlit einstakra dýra, aðeins við þau
í fullorðins mynd.
Eftir þessa mjög svo stuttu yfirlitslýsingu á tífætlunum, sem
gert er ráð fyrir að menn hafi fengið nokkura hugmynd um í skól-
um hvað sköpulag snertir, skal nú gefið stutt yfirlit yfir þær tí-
fætlur, sem þekktar eru í íslenzkum sjó. Tífætlurnar eru yfirleitt
stórvaxnastar af skjaldkröbbunum og einstaklingarnir mest áber-
andi, en mergðin sjaldnast mikil, samanborið við t. d. ljóskrabba
og ögn. — Það sem hér verður sagt um útbreiðslu þeirra og lífs-
hætti hér við land, er aðallega byggt á gögnum þeim, sem eru á
Náttúrugripasafninu og athugunum höf. á rannsóknarferðum hans.
Skammstafanir: 1 lengd, D danska, E enska, N norska, Þ þýzka.
Aðrar skammstafanir eru væntanlega auðskildar. Nöfn á ýmsum hafsvæðum
hér við land má finna á kortinu í fiskabók höf.
Tífætlurnar eru oft greindar í tvær deildir: sundtífætlur,
sem synda hátt og lágt í sjónum, og skriðtífætlur, sem
synda lítið, en halda sig mest á botninum.
I. Sundtifætlur (Decapoda natantia).
Sundtífætlurnar eru tíðast nokkuð þunnvaxnar, með þunnan,
gagnsæjan skjöld, sterkan sundhala, en granna ganglimi, með
mjög smáum, eða engum töngum. Ennistrjónan og aftari fálmar-
arnir eru oft löng. Til þeirra teljast: Kampalampar (stórrækjur),
smárækjur, ísrækjur og marþvarar.
a. Kampalampar eða stórrækjur (Pandalus) með langa, mjóa
og tennta, uppsveigða trjónu og örsmáar tengur á 1. ganglimapari.
1. Stóri kampalampi (P. borealis Kr), N Dypvands-
ræke, Svelvikræke, allt að 165 mm, ljósrauður eða rauðgulur, trjón-
an nál. tvöfalt lengri en bolurinn (1. og 2. md.). Á heima í norð-
anverðu Atlanzhafi og Norðurhafi frá Massachusetts í N-Am. og
Skagerrak, til Grænlands, Spitsbergen og Franz Jósefslands og í
nyrzta hluta Kyrrahafs.
Stóri kampalampi er djúpdýr, sem lifir á öllu dýpi frá 100—700
m og á ýmiskonar botni, helzt þar sem hitinn er 6° og sjórinn
fullsaltur (3,5%). Hér er hann tíður, allt í kringum landið á ýmsu
8*