Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119
iiimiiiiiimiimiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiii
hinar, 1 ekki yfir 50 mm. Trjónan mjó, oddhvöss (3. md. 3), bak-
ið sljótt, liturinn mógrár, með rauðbrúnum dílum og hvítgulum
þverrákum á halanum. Mjög útbreidd grunnsævistegund, sem á
heima um allt N-fshaf og langt suður í Atlantshaf og Kyrrahaf.
Hér við land er hún fundin á 25 stöðum og á öllu dýpi frá 1 til
0 m, víða margar á sama stað. Höfundur hefir fengið hana á
Sviði í Faxaflóa, á nokkrum stöðum í sunnanverðum Breiðafirði,
í Patreksfirði, í fsafjarðardjúpi og sumum fjörðum þess, í Stein-
grímsfirði og Hrútafirði, við Austurland í Seyðisfirði, út af Norð-
firði og í Eskifirði. Einnig hefir hún fengizt í Kollafirði, Str.
(G. G. Bárðarson). — Af ofangreindu sést það, að pálsrækjan er
mjög tíð á grunnsævi í fjörðum á V-, N- og Austurlandi, fullorð-
in (40—50 mm) eða hálfvaxin hvað innan um annað. Virðist hún
hafa nokkura þýðingu, sem fæða fyrir þyrskling, að minnsta kosti
á sumrin. Höf. hefir séð hana með egg undir hala frá 26. maí til
9. júlí.
4. Litla rækja (Sp. pusiola Kr.). Hún er, eins og nafnið
bendir á, minnst af íslenzkum rækjutegundum, 1 varla yfir 25 mm.
Trjónan er oddhvöss og aðeins tennt að ofan (3. md. 5 a og 5 b),
liturinn rauðleitur. Mjög útbreidd á grunnsævi um norðanvert At-
lantshaf. Hér við land hefir höf. fundið hana í Faxaflóa (Reykja-
vík), Breiðafmði (Stykkishólmi), fsafjarðardjúpi (Mjóafirði) og
í Þistilfirði (við Raufarhöfn). Við Reykjavík er hún uppi við fjöru
árið um kring, og svo er líklega víðar við SV-land. Annars er hún
fengin á 10—60 m dýpi. Höf. hefir séð mæður, 10 mm eða stærri,
með eggjum undir hala frá 1. febr. til 18. sept. Sem fiskafæða
getur hún varla verið mikils virði vegna smæðar.
5. Pólrækja (Sp. polaris (Sabine)). Pólrækjan nálgast
axarrækjuna að stærð, 1 allt að 70 mm. Trjónan er blaðmynduð,
oddhvöss og meira eða minna tennt. Hún er djúpsævisdýr, sem
lifir á 50—500 m í Norðurhafinu frá Spitzbergen til S-Noregs.
Hér við land er hún fundin á 10—170 m við Vestmanneyjar, á
Selvogsbanka (í sílavörpu við yfirborð og botn), í Faxaflóa,
Breiðafirði og á Vestfjörðum og við Austfirði, úti fyrir Norð-
f'irði, í Gerpisröst og við Vattarnes. Á þremur síðasttöldum stöð-
um, við Vestmanneyjar og í Faxaflóa hefir hún fengizt í þorsk-
og þyrsklingsmögum, annars við botn. Virðist hún samkvæmt
þessu vera all-tíð, allt umhverfis landið og við Austfirði töluverð-
ur þáttur í fæðu þorsksins á sumrin.