Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 121
ttllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
allt að 100 m dýpi víða um N-íshafið og allt suður við Háloga-
land í Noregi. Hér við land er hann mjög tíður, við V-, N- og A-
ströndina, einkum á kóralbotni í fjörðum, þar sem dýpið er 10—
20 m, en annars á öllu dýpi niður á 50—60 faðma, og hefir jafn-
vel fengizt á 120 og 200 m (í botnvörpu) í Héraðsflóa og á Horn-
banka. Höfundur hefir séð 100 mm langa móður með egg undir
hala. — Marþvarinn er etinn töluvert af fiskum, einkum þorski,
og er, fullvaxinn, töluverður biti, mjög fínn matur, sem ekki gefur
kampalampa neitt eftir, en mun reynast erfiður til veiða, vegna
þess, hve úfnum botni hann heldur sig mest á (næst helzt með
botnsköfu).
2. Hrossarækja (Crangon Allmani Kin.), D Hestereje, N
Hesteræke(5. md.). Skjöldurinn slétt-
ur og stóru fálmararnir eins langir
og allt dýrið annars. Annað gang-
limaparið örmjótt, liturinn grágrænn.
Miðlungsrækja að stærð, 1 hér víðast
40—50 mm, sjaldan 60 og allt að 75
mm. Heimkynni hennar eru á grunn-
sævi (30—150 m) í N-Atlanzhafi frá
Hvítahafi til Eyrarsunds og Ermar-
sunds. Hér við land er hún víst mjög
algeng, einkum í hlýja sjónum á
öllu dýpi frá 10—170 m og á sand-
og leirbotni, bæði á fjörðum inni og
úti á djúpmiðum. Höf. hefir séð hana
víða og mæður með egg undir hala, í
marz—júlí. Stundum finnst hún í
fiskamögum, og hefir eflaust nokk-
ura þýðingu sem fiskafæða. Sem
mannamatur kvað hún ekki standa
að baki öðrum rækjum, enda þótt
hún sé lítið veidd.
3. Noregsrækja (Pontophilus
5. md. Hrossarækja (stækkuð.
Úr Danm. Fauna).
norvegicus M Sars) er
nokkru minni en hin algenga hrossarækja, lengd allt að 65 mm,
með stóra fálmara og smá-brodda í þverröðum á skildinum. Hún
er djúpsævisdýr, sem lifir á 50—1200 m dýpi í Davissundi og
Norðurhafi frá Spitsbergen til Skagerak. Hér hefir hún fundizt
í Háfadjúpi, Héraðsflóa (ein móðir með egg undir hala, 14. maí,
í tindaskötumaga) og á Reyðarfjarðarfláka.