Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 18
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiir grunnsævisdýr, sem lifir á sendnum botni á 2—50 m dýpi í N- Atlanzhafi, frá Noregi til Ermasunds og við NA-strönd N-Am- eríku. Hér við land er hann mjög algeng- ur frá fjöru og niður á 50 m, umhverfis allt landið og fæst oft í ádráttarvörpur og hrognkelsanet. Hann lifir á hræjum og ýmsu lifandi, sem hann nær í, og er sterkur og áræðinn.1) 11. md. 1. stóri trjónukrabbi, 2. skjöldur af litla sjija hrúðurkarl- trjónukrabba. (Úr Danm. Fauna). ar, mottuldyr og pol- ýpar á honum. Höf. hefir séð hann í Reykjavík með egg undir hala frá 7. marz til 20. des. Þessi trjónukrabbi er all-stórt dýr, og mætti sennilega nota hann til beitu og jafnvel til manneldis, eins og gert er í útlöndum. 2. Litli trjónukrabbi (H. coarctatus Leach) er mik- ið minni og grannvaxnari en hinn (skjaldarlengd allt að 65 mm, en tíðast aðeins 30—40 mm) og skjöldurinn breiðari framan til. Liturinn Ijós-mógrár. Hann á heima í N-íshafi og Norður-hafi til Englands á 5—100 m og á hörðum botni. Hér er hann mjög al- gengur frá fjöruborði niður að 300 metra dýpi, umhverfis alt landið eins og höf hefir komizt að raun um á rannsóknaferðum sínum, og er tíður í mögum ýmissa fiska, eins og þyrskling, stút- ung og smálúðu. Mæður með egg undir hala hefir höf. séð í júlí og ágúst. Oft er hann vaxinn pólýpum, mosakóröllum og smáþör- ungum og limirnir stýfðir. 3. Tröllkrabbi (Geryon tricLens Kröyer) (14. md.) er stærstur allra norrænna krabbategunda, skjaldarlengdin allt að 160 mm, breiddin 180 og fóthafið ca. 700 mm. Ganglimirnir eru mjög vel þroskaðir, en tengurnar tiltölulega smáar. Framrönd skjaldarins hefir 3—5 stórar bogtennur hvoru megin augnanna. Liturinn er að mestu rauður, og er sagt að augun lýsi. Tröllkrabb- 1) Oft er hann og fleiri krabbategundir með einn eða fleiri ganglim þver- kubbaðan. Það eru ekki afleiðingar af orrustu, heldur ráð, sem dýrið hefir, ef það festir fót milli steina eða í fiskkjafti. Dettur þá fóturinn í sundur á ákveðnum stað, en vex svo á ný við næstu hamskipti.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.