Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 .................................. inn er djúpsævisdýr, oft á miklu (1100—1500 m) dýpi og á heima við strendur Evrópu frá Noregi til Adríahafs. Hér við land er hann aðeins fundinn tvisvar, svo að vitað sé, annar fékkst í þorskanet á 130 m dýpi við Geirfugla- sker (Vestm.) vorið 1930, en hinn í botn- vörpu á Hvalsbak norðan við Beru- fjarðarál á líku dýpi um haustið sama ár. Ekki er ólíklegt, að hann sé hér víðar í hlýja sjónum. 4. Bogkrabbi (Carcinus mænas L), D og N Strandkrabbe (13. md.), er allstór (skjaldarlengdin yfir 60 mm) og breiðvax- inn mjög (breiddin allt að 80 mm). Á framrönd skjaldarins eru 5 stórar sagtennur til hvorrar hliðar. Öftustu ganglimirnir eru 12. md. Tröllkrabbi. (Úr Danmarks Fauna). 13. md. Bogkrabbar. Neðst er kvendýr, uppíloft, með eggjabú undir halanum. (Úr Nordens Dyreverden). íflatir og randhærðir (sundfætur). Liturinn er tíðast mógrár, grængrár eða mósvartur. — Bogkrabbinn er grunnsævisdýr og fjörudýr, sem á heima við öll lönd frá Finnmörku til Eldlandsins og S-Ástralíu. Hér við land er hann all-algengur í grýttum og grónum fjörum á S- og SV-landi frá Mýrdal til Snæfellsness, tíð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.