Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 135 «iimiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimimimiiiiiiiiii!imiiii!iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiimimi!iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimi fyrir hendi. 1 staðinn fyrir tegund má oftast setja hugtakið líf- mynd, en til sömu lífmyndar teljast allar þær tegundir, er svara ;sama lífsskilyrði, t. d. raka á sama hátt. Gróðurlendunum má aft- ur skipta niður í smærri deildir, er kallast gróðurfélög eða gróður- samlög, þau eru einkennd við þær tegundir, sem mest ber á innan þeirra, þar sem gróðurlendið er einkennt með lífsskilyrðum þeim, er það býður íbúum sínum. Hér á landi, sem annars staðar, er margskonar gróðurlendi að finna, og skal eitt þeirra, mýrlendið, gert hér að umtalsefni. Allir íslendingar þekkja mýrar og vita, að þar er átt við meira eða minna vott land. Það mun því eigi þurfa að skilgreina það hug- tak náið hér, enda þótt fræðimenn greini oft á um, hvað kalla beri mýrar. Samkvæmt íslenzkri málvenju mega öll votlendisgróður- félög með samfelldum gróðri kallast mýrar. Þegar landið verður svo vott, að yfir flýtur, og gróðurinn gerist strjáll, en nakinn botninn á milli, er komið að tjarnagróðri, en hinsvegar, ef landið er þurrt að mestu eða öllu leyti, tölum vér um móa- eða valllendis- gróður. Hér skal þá fyrst athugað, hvernig mýrar skapast. Það verður einkum með tvennu móti. Annaðhvort blotnar landssvæði, sem .áður hefir verið þurrt, eða vötn og tjarnir fyllast. I fyrra tilfell- inu geta orsakirnar verið ýmsar, t. d. vatnaágangur, stíflun frá- rennslis, eða jafnvel óvanalega úrkomusöm ár. En hvað sem veld- ur, þá verður afleiðingin sú sama, um leið og jarðvegurinn blotn- ar, hverfa þurrlendistegundirnar, en hinar vætukæru koma í þeirra stað, og mýrin er sköpuð. Hin mýrasköpunin, sem er hin algeng- asta og upprunalega, er að aðkomuefni fylla upp vötn og tjarnir; skal því nánar lýst, því að hér er um að ræða náttúrlegan lið í þróunarsögu gróðurlendanna. Eins og kunnugt er, liggja í flest- um mýrum smátjarnir, sem oft eru ekki skýrt markaðar frá gróð- urlendinu í kring, heldur teygir mýragróðurinn sig út í þær. Tjarnir þessar eru stundum leifar eldri vatna, sem upp hafa fyllzt, en verið getur líka, að þær hafi skapazt við endurblotnun mýrarinnar. En hvort heldur sem er, má þarna oftast sjá hvernig mýrar skapazt úr vötnum. Gróðurinn, sem út í tjörnina teygist, deyr, og leifar hans falla til botns og smáhækka þannig tjarnar- botninn; hér við bætist einnig, að þegar stormur blæs, berst meira eða minna af fíngerðu dusti út yfir mýrarnar og tjarnirnar, sömuleiðis bera lækir með sér hitt og annað af muldum stein- efnum. Allt þetta hjálpast að því að fylla tjörnina upp. Jurta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.