Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 137
iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimimmitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiimmimmniiiiiiimiiiiiiiii
á jörðunni er um norðanvert tempraða beltið nyrðra og svo langt
norður eftir heimskautabeltinu, sem samfelldur gróður nær. Eink-
um er mýrlendið útbreitt þar sem eyjaloftslag er, úrkoma mikil,
en uppgufun lítil. En allólíkar eru mýrar nágrannalandanna okk-
ar mýrum. Þær eru oft vaxnar kjarri eða allálitlegum skógi, sem
þar getur þrifizt sakir hlýrra lofslags. En að svo hafi verið áður
hér á landi, sýna lurkarnir, sem í mónum finnast hvarvetna um
land. Þeir eru sönnun þess, að þá hafi loftslag verið hlýrra hér á
landi en nú er, því að nú firrist birkikjarrið mýrlendið, og það
jafnvel í skógaauðugustu héruðum landsins, þar sem hvert holt,
sem upp úr mýrunum rís, er kjarri klætt.
Eins og þegar er getið, er jarðvegur mýranna að meira eða
minna leyti fylltur vatni, stundum jafnvel svo að yfir flóir. Þetta
hefir, sem nærri má geta, mikilvæg áhrif á eðli jarðvegsins, og um
leið vöxt allra þeirra tegunda, er þarna vaxa. Þar sem jarðvatnið
situr að mestu kyrrt allan ársins hring, og loftrás um jarðveginn
er engin, verður hann oftast súr. En plöntunum er þannig háttað,
að margar tegundir þrífast ekki nema við tiltekið sýrustig. Jarð-
vegssúrinn getur þannig orðið til þess að ákveða hverjar tegundir
vaxi í mýrlendinu eða einstökum deildum þess. Allir hlutar plöntu-
líkamans þurfa að anda. Þegar jarðvegurinn er svo votur, að ræt-
urnar ná engu lofti til sín, er þeim bætt það upp með loftæðum,
sem kvíslast um allan líkama plöntunnar. Þessa einkennis gætir
oft á mýraplöntum. Enn er þess að gæta, að rakinn í jarðveginum
kælir hann mjög á sumrum. Sólarhitinn, sem mýrin nýtur, eyðist
að allverulegum hluta til uppgufunar á jarðvatninu. Hinsvegar
kólnar jarðvegur mýranna seinna en þurrlendisins, þegar nætur
eru kaldar, og einkum eru mýrarnar oft öðrum gróðurlendum bet-
ur varðar fyrir næðingum og frostum á vetrum. Þá liggja þær
eða stór svæði þeirra þakin ísi og snjó, og jarðvegurinn sjálfur
oft lítt eða ekki frosinn undir íshellunni, að minnsta kosti þegar
alldjúpt vatn hefir legið yfir mýrinni yfir veturinn. Þessi hita-
jöfnun ársins hefir djúptæk áhrif á allan gróður mýranna. Sumr-
in eru þar svo köld, að hitakærustu plöntur landsins vaxa þar ekki,
og einærar plöntur finnast þar naumlega. Á hinn bóginn vantar
þar einnig kuldaþolnustu tegundarinnar. Þeirra er oft helzt að
leita á móabörðum, þúfnakollum, melhólum og yfirleitt þar, sem
vetrarnæðingarnir ná helzt að blása á nakinni jörðunni, og jarð-
vegurinn gaddfrýs langt niður eftir. Um almennt vaxtarlag mýra-
plantnanna skal tekið fram, að allur þorri þeirra er með vel þrosk-