Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 30
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
IIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
uðum jarðstenglum, einkum láréttum. Jarðstenglurnar ásamt róta-
flækjum plantnanna valda því, að efsta lag jarðvegsins er seigt og
samheldið, svo að oft má fara þar allra sinna ferða, jafnvel með
stórar hestalestir, án þess að grasrótin láti undan eða rofni.
Auk háplantnanna, sem einkenna mýrarnar, vex í þeim mikill
fjöldi af mosum. Mosagróðurinn er þó sjaldnast mikill í blautustu
hlutum mýranna. Af þeim mosaættkvíslum, er mest ber á, skal geta
mómosans (Sphagnum). Hann er þó ekki sérlega útbreiddur hér
á landi, en í mómýrum nágrannalanda vorra er hann oft aðalteg-
undin, og á mikinn þátt í að skapa þær. Þá má og nefna dýjamos-
ann (Philonotis), sem gefur dýjum og kaldavermslum hinn ljós-
græna lit þeirra, en vex lítið annars staðar. í mýrum eru einkum
ýmsar tegundir af ættkvíslunum Amblystegium og Hypnum, sem
einu nafni mætti kalla mýramosa.
Þær plöntur, sem einkenna mýrlendið, eru einkum ýms hálf-
grös; er það svo hvar sem er. En þar sem gróðurfélög mýranna
eru allbreytileg, mun eg lýsa séreinkennum hvers gróðurfélags
um sig. Skal nú að loknum inngangi þessum snúið að lýsingum
einstakra gróðurfélaga, og mun eg telja þau eftir rakastigi
þeirra, og því, hve langt þróun þeirra frá tjörn til þurrlendis
er komið. Tek eg því hinar rökustu gróðurdeildir fyrst, en hin-
ar þurrari síðar.
FIói.
Hið fyrsta stig mýrlendisins kallast flói. Yfirborð hans er að
mestu slétt, eða í hæsta lagi með einstökum strjálum þúfum. Ann-
ars er mýrlendið jafnaðarlegast þýft. Flóinn er svo votur, að vatn
flýtur þar yfir grassverði mikinn hluta ársins, og að minnsta kosti
er það ætíð í efstu lögum jarðvegsins. Það er því næsta örðugt
að ganga þurrum fótum um flóann. Jarðvatnið er hér kyrrt, því
að flóasvæðin eru að jafnaði lárétt, afrennsli verður því af skorn-
um skammti. Á vetrum svellar yfir flóann að mestu. Vatnið ásamt
vetrarísnum mun eiga mestan þátt í því að flóinn er sléttur, því
að það sýnir sig, að jafnskjótt og flóinn þornar nokkuð, byrjar
þúfnamyndun, eins eru allir hávaðar í flóasvæðunum að jafnaði
þýfðir, en þeir standa upp úr vatni og ís. Annars er þúfnamynd-
unin atriði út af fyrir sig, sem ekki verður farið út í hér. í fló-
anum sést greinilegast uppruni mýrlendis frá stöðuvötnum og
tjörnum. Hvarvetna í flóanum eru smátjarnir og aðgreining þeirra
frá honum næsta óglögg. Flóagróðurinn teygist út frá tjarnar-