Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 32
140 NÁTTÚRUFE ÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinr ann. I engu gróðurfélagi mýrlendisins verður það jafn greini- legt og í flóanum. Um leið eru útilokaðar þaðan aðrar tegundir en þær, s.em meðalkröfur gera í þeim efnum. Þegar jarðvatnið er alltaf kyrrt, verður efnabreyting þar hæg og jarðvegur súr. Steinefni safnast í jarðveginn, án þess að leysast upp, þegar vatnið er alltaf mettað af þeim. Þannig verður úr minni efna- forða að velja fyrir plönturnar en þar, sem efnabreyting jarð- vegsins er síör og efld af lífsstarfi alls konar smávera, dýra og plantna. Slíkt samverulíf er harla lítið í mýrlendi og minnst í flóanum. Þá skal athugað hverjar tegundir blómplantna vaxa í flóanum. Fyrst ber þar að telja klófífuna. Hún er sú tegund, sem mest er af og mestan svip gefur flóanum. Flestir munu þekkja hin fann- hvítu fífusund, sem hvervetna er að sjá um land allt. En stundum ber minna á blóm- eða réttara sagt aldinskipun fífunnar, en hvíti liturinn stafar af litnum á hárum þeim, er vaxa út úr aldini henn- ar, til þess að feykja þeim með á vængjum vindanna. Þegar lítið ber á fræullinni og blaðvöxturinn er yfirgnæfandi, er flóinn kall- aður brokflói, því að blöð fífunnar kallast brok. Brokið er með dökkgrænum lit og oft með meira eða minna rauðum eða brúnleit- um biæ; blöðin eru oft hringuð upp til endanna, hringabrok. Lit- ur broksundanna er aldrei jafn fagurgrænn og annara mýra, held- ur með óhreinum litblæ. Fylginautar fífunnar eru ýmsar starir; má þar einkum telja þessar: Vetrarkvíði, með löngum, skriðulum stönglum, sem liggja hvervetna um yfirborð flóans og boða snjó- dýptina á vetrum, að því er þjóðtrúin segir. Önnur tegund er Ijósa- störin eða blástörin, sem hún einnig er kölluð. Hún vex þó einkum í hálendisflóum. Þar verður hún oft allstórvaxin, enda þótt hún nái ætíð mestum þroska í pollum og tjörnum. Þar sem mikið vex af henni, fá flóarnir ljósblágrænan lit. Þá er hrafnastör, hengi- stör og mýrastör tíðir íbúar flóans. Hengistörin vex oft í hinum blautustu hlutum hans, en mýrastörin þar sem þurrast er. Ann- ars er hún aðaltegund starungsmýrarinnar. — Sérkennilegt er það, hve fátt er blómfagurra jurta í flóanum. Hinar einu þeirra eru einstöku blómguð horblaðka eða mýrakólfur með hvítum blóm- klösum, og engjarós með dökkum blómum, þar sem votast er í flóanum. En báðar þessar tegundir eru af skornum skammti og stuðla lítið að því að gefa flóanum svip. Smárunna gætir stundum, en verði þeir áberandi til muna, er ekki lengur um flóa að ræða, heldur er komið að öðru gróðurfélagi, viðarmýrinni. Flói er út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.