Náttúrufræðingurinn - 1936, Side 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiniiiiniinininniiiiinniinnnninminnnnmnnmmnnn,!!
breitt gróðurlendi hér á landi, bæði á láglendi og til fjalla. Eink-
um er flóagróður mjög útbreiddur í fjallamýrum; mega þær flest-
ar teljast til þessa gróðurfélags.
Gulstararmýri.
Hið fegursta og frjósamasta íslenzka mýrlendi er gulstarar-
mýrin. Hún hefir af sumum verið nefnd akur íslenzka bóndans,
og má það að nokkru leyti teljast réttnefni. Því munar þó á henni
og akrinum, að í stararmýrinni er aðeins skorið upp, en aldrei sáð
né borið á. Þau störf annast móðir náttúra sjálf.
Gulstararmýrin er eins og flóinn frumstig mýra, enda er hún
af ýmsum höfundum talin til flóans; stundum mun og örðugt að
gera greinarmun þar á, og uppruni og sköpun þessara gróðurlenda
orðið með svipuðum hætti. Hitt er þó oftar, að gulstararmýrin á
aðra og ólíka sköpunarsögu. Öll hin stærstu og grösugustu star-
engi landsins eru sköpuð af framburði straumvatna. Mómyndun
er engin, en í jarðveginum er leir og sandur, þegar lengra dregur
niður. Ekki eru starengin þurrari en flóinn, heldur oft blautari,
svo að miklu munar. Þau eru slétt, eða með smáöldum. Þúfur sjást
naumast. En eitt er ólíkt og í flóanum, vatnið er hér aldrei kyrrt.
Starengjunum hallar flestum nokkuð, að minnsta kosti í sömu átt
og dalbotninum, og veldur þetta hreyfingu vatnsins. Árnar, skap-
arar starengjanna, flæða sífelldlega yfir þau og frjóvga þau. Ólík
eru starengin flóunum yfirferðar. Flóinn er að jafnaði rótlítill, og
jarðvegurinn eins og fúinn, en á starengjunum er grasrótin svo
saman fléttuð af jarðstenglum gulstararinnar, að um það má ríða
þvert og endilangt. En oft dúar þar undir fæti, og jarðvegurinn
gengur í bylgjum.
Ekki vaxa fleiri tegundir plantna í gulstararmýrinni en í flóan-
um; þær eru þar færri, því sem munar. Gulstörin eða bleikjan, sem
gróðurfélagið dregur nafn af, er svo einráð, að hún leyfir naum-
lega nokkurri annari tegund nábýli við sig, og jarðstenglur henn-
ar leita óaflátanlega inn á svið annara gróðurlenda, ef rakaskil-
yrði og næg frjóefni eru þar fyrir hendi. Hinsvegar virðist gul-
störin vera kröfuharðari og vandlátari um öll lífsins gæði en flest-
ar aðrar mýraplöntur. Ef mýrin þornar að mun, dregur þegar úr
vexti hennar, en oft verður hún þrýstin og stórvaxin í mýrasund-
um í útjöðrum, sem áburðar njóta, enda þótt hún vaxi hvergi þar
í nánd í áburðarlausri mýri. Gulstörin er sérkennileg planta. Hún
er hávaxin, blaðabreið og með mörgum hangandi blómöxum. Fram-