Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 34
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
miiiiiiiiiiMiHiiiimmmmmiimiiiiimiiiimmmmiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiimimimmiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimr
an af sumri er hún fagurgræn á lit, en er líður að hausti, verður
hún gulbleik, og þann lit hefir hún oftast í heyi. Munu nöfn henn-
ar dregin af litnum. Þar sem hún vex meðfram síkjum og vatna-
vikjum er hún oft óvanalega stórvaxin og dökkgræn á lit. Helzt
sá litur oft lengi, þótt landið í kring sé orðið gult að lit. Skerast
þá hinar dökkgrænu rákir inn í ósa, og uppistöður straumvatna.
Einna frægast þeirra allra er Safamýri í Rangárvallasýslu. Hafa
starengjar þessar löngum verið rómaðar sökum mikillar sprettu
og heygæða, því að gulstörin er hin bezta fóðurjurt, og gengur í
því efni næst töðu. En oft reynist heyskapur á starengjum örðugur
sakir vatnsaga. Af plöntum þeim, er vaxa í gulstararmýrinni auk
bleikjunnar er helzt að nefna horblöðku. Stundum vaxa og reglu-
legar vatnaplöntur innan um störina af tegundum þeim, sem áð-
ur er getið. Eru þá óglögg takmörkin milli gulstararmýrar og
tjarnar. Læt eg hér útrætt um gulstararmýrina.
Starungsmýri.
Hún er að uppruna skyld flóanum, en lengra komin áleiðis á
þroskabraut sinni. Að útliti er hún ólík bæði flóa og gulstararmýri.
Hún er allmiklu þurrari en bæði þessi gróðurfélög og nærri ætíð
þýfð; þúfurnar eru allþéttar en sjaldnast stórar. Vatn flýtur
sjaldan eða aldrei yfir jarðveginn, að minnsta kosti eru þúfurnar
tiltölulega þurrar. Oft er starungsmýrin hallandi, og hefir hún
því ásamt eftirfarandi gróðurfélögum verið kölluð hallamýri. Sak-
ir hallans stendur vatnið þar ekki kyrrt eins og í flóanum, og
hefir það með öðru djúptæk áhrif á eðli gróðursins.
Þar sem starungsmýrin er þýfð, þá er augljóst, að með tilliti
til rakans, skapast þar tvennskonar lífsskilyrði, enda sjást þess
glögg merki. Fjölbreytni um allan gróður er þar miklu meiri en
í hinum tveimur gróðurdeildunum, sem nú hefir verið lýst. Það er
ekki einungis, að tegundirnar sjeu hér miklu fleiri, heldur einnig
er miklu meiri fjölbreytni í lífmyndum. Enda sést þar brátt, að
mikill er munur þess hverjar kröfur tegundirnar í mýrinni gera
til raka, hita og annara lífsskilyrða. Þar eru bæði tegundir, sem
gera meðalkröfur og aðrar, sem mjög eru kuldaþolnar. Þær vaxa
einkum á þúfnakollunum, sem oft næðir um á vetrum, þegar laut-
unum er skýlt af ís og snjó.
Einkennistegund þessa gróðurfélags er mýrastör eða starungur,
sem hún einnig kallast. Má hiklaust telja hana eina útbreiddustu
plöntutegund landsins. Mjög eru þær skyldar mýrastör og gul-