Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145
iiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimmiiimiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimii
markagróðurlendi mýrlendisins, sem kallað hefir verið jaðar.
Nafnið er valið með tilliti til þess, að gróðurlendi þetta liggur í
belti fram með mýrunum eða flóanum, milli þeirra og mólendis
eða valllendis. Jaðarinn er sjaldnast mikill að flatarmáli, sjaldn-
ast meira en örfárra metra breið ræma, en víða er gróðurlendi
þetta að finna, því að heita má, að hann sé ætíð skuldbundinn fylgi-
nautur mýrlendisins. Jaðarinn er miklu þurrlendari en mýrin, en
jafnframt stórþýfðari, en í hvorugum þessum eiginleikum nær
hann þó mólendinu, sem liggur á aðra hlið honum. Hann er, sam-
kvæmt legu sinni, einskonar millistig beggja gróðurlendanna, enda
er hann að nokkru leyti barn þeirra beggja. Aðaltegund jaðarsins
er oftast hrossanál, stundum eru þó grös meira áberandi, og oft
er f jalldrapi og ýmsar lyngtegundir einkennisplöntur hans. Stund-
um teygir jaðargróðurinn sig eftir rimum inn í mýrlendið, eru
rimar þessir þá hærri og stórþýfðari en mýrin 1 kring. Gróður-
samsetning jaðarsins er blanda af þurrlendisgróðri og votlendis,
bæði með tilliti til tegunda og lífmynda. Stundum líkist hann mýr-
inni, stundum mónum, allt eftir hæð hans og staðháttum. En þrátt
fyrir þetta er hann samt alltaf sérkennilegur og frábrugðinn báð-
um nágrannagróðurlendunum. Stundum er jaðarinn aðeins hár
þúfnagarður, sem liggur í móaröndinni, en ofan við garð þennan
er leirflagið, sem er sérkennilegt gróðurlendi fyrir Island og önn-
ur þau lönd, þar sem staðhættir eru líkir. Leirflögin eru rök.
Gróður þeirra er ósamfelldur, og oft eru þau mjög rík af einærum
plöntum, sem annars eru fremur sjaldgæfar í gróðurlendum
landsins. En þegar komið er út í leirflagið, höfum vér að fullu og
öllu sagt skilið við mýrlendið, og skal þar því staðar numið.
Niðurlag.
Mýrarnar íslenzku eru ekkert æfintýraland. Þar eru engin
undrablóm, hvorki að útliti né lifnaðarháttum. Þær eru ekki ýkja
fjölbreytilegar, og gefa lítið fýsn þeirra manna, sem alltaf eru að
leita að einhverju æsandi og æfintýralegu. Samt mundu þær geta
sagt okkur margt æfintýrið, ef vér skyggndumst eftir sögu þeirra,
en það hefir lesendum Náttúrufræðingsins verið sagt á öðrum
stað. En samt sem áður ber margt til þess, að ekki sé þeirri stundu
illa varið, sem til þess fer, að fræðast ögn um þær.
Þess er áður getið, að mýrarnar séu einna víðlendastar allra
íslenzkra gróðurlenda, þótt vafi leiki á, hversu víðlendar þær séu.
En á hinu hvílir enginn vafi, að þær hafa verið, og eru enn, lang-
10