Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 38
146 NÁTTÚRUFRÆÐIN GU RINN •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiir mikilvægastar allra óræktaðra gróðurlenda fyrir íslenzkan þjóð- arbúskap. Erlendur fræðimaður, sem hér hefir ferðast og ritað um íslenzkan landbúnað og jarðrækt, tekur svo djúpt í árinni, að án mýranna hefði búskapur, rekinn eins og vér höfum gert öld- um saman, alls ekki getað þrifizt. Eg hygg, að orð hans séu ekki fjarri sanni. Það er vitanlegt, að langmestur hluti útheys þess, er aflað er á ári hverju, er mýrahey í einhverri mynd þess, hvort sem það nú er fengið af starungsmýri eða bleikjuengi. Og fram á síðustu áratugi hefir þorrinn af sauðfé landsmanna að mestu verið fóðrað á útheyi. En mýrarnar hafa gefið oss fleira. Úr þeim hefir verið grafinn mór til eldsneytis, og síðast en ekki sízt hefir aðalbyggingarefni íslenzku sveitabæjanna, torfið, að langmestu leyti verið sótt í mýrarnar. Jarðstenglur og fætur mýrajurtanna hafa einar reynzt svo seigar og endingargóðar sem nauðsyn krafði, til þess að torfið yrði nothæft í hin óneitanlega nokkuð frumstæðu torfhús. En þau eru þó líklega einu húsin, sem enn hafa reist ver- ið hér á landi í fullu samræmi við staðháttu og náttúru landsins, Af þessum ástæðum er það, sem eg hefi ráðizt í að taka saman þetta stutta ágrip um gróður íslenzkra mýra. Þar er aðeins stikl- að á stærstu steinunum, enda er margt enn órannsakað um efni þetta. — En tímarnir breytast. Rányrkjan er að hverfa úr sögunni, og upp er runnin ný ræktunaröld, og steinhúsin útrýma torfbæjun- um óðum úr byggðum landsins. Það er orðið of örðugt og dýrt að nytja hið óræktaða land. En þrátt fyrir það hafa mýrarnar ekki lokið hlutverki sínu sem auðgjafi. Enn geymir mýrajarðvegurinn gnótt frjóefna, sem ræktunin ein fær leyst úr læðingi, og langt mun þess að bíða, að menn ekki líti hýru auga til akranna sjálf- sánu, gulstararmýranna. Akureyri, 10. apríl 1936. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.