Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1936, Page 40
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN immiiiiiiiiiliiliiumiiimiiimiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmmmimiiiiiiiiiiiimmmmiiiimimiimimiiliiiiiiiiiiiiimiiiiil á þeim. í suSlægari löndum eru algengir kvillar á búfé, einkum nautgripum, sem stafa af skordýrum, er verpa eggjum sínum í hörund búfjárins. Lirfur þessara skordýra valda síðan greptri og allskonar annari vanlíðan í húð nautgripanna, sem geta jafn- vel orðið banvænir af þessum sökum, ef ekki er að gert til þess að verjast þessum ófögnuði. Kúhegrinn hænist að nautgripum og öðru búfé, vegna þessara skordýra, sem hann étur, og stuðlar þannig að heilbrigði búfjár- ins; hann er því einn hinn þarfasti fugl, suður þar. Hann lifir nær einvörðungu á skordýrum og ormum. Þessi Vestmannaeyja-fugl var með merkihring á öðrum fæti, og var því augljóst, að hann hafði undir manna hendur komizt einhvern tíma, og þar af leiðandi ekki grunlaust um, að hann hefði sloppið úr dýragarði, enda reyndist svo. Eg gerði ráðstafanir til að fuglinn yrði skotinn, bæði til þess að komast að raun um hvaðan hann væri, og eins hefði verið gaman að eiga ham .af hon- um hér á Náttúrugripasafninu. En það var með öllu vonlaust, að fuglinn gæti lifað hér til lengdar. Loftslagið er of kalt og of lítið um skordýr handa honum að lifa á. Því miður tókst svo illa til, þegar hann var skotinn, að hann ónýttist með öllu til uppsetningar. Hann var skotinn með of stórgerðum höglum, og á allt of stuttu færi. Það var allt ein kássa af fiðri, blóði og kjöti, sem kom mér í hendur, og var að engu nýtt. Þó var vandræðalaust að ganga úr skugga um það, hverrar tegundar hann var, og réttlætti það morð- ið að nokkru, en einkum þegar merkihringurinn kom fram. Merki- hringurinn var með þessari áletrun; ZOO LONDON 45. Var þar fengin vissa fyrir því, að fuglinn var hingað kominn úr dýragarð- inum í London. — Eg sendi hringinn þangað og fékk þá að vita, að fuglinn var í raun og veru ættaður austan úr hitabeltislöndum Asíu, þ. e. frá Síam, og er talinn vera undirtegund af kúhegran- um í Norðurálfunni o. v. Vestmannaeyja-fuglinn heitir því að réttu lagi: Ardeola ibis coromanda, (Boddaert). Indian Cattle Egret, kalla Bretar hann. Stjórn dýragarðsins í London hafði eignazt all marga fugla af þessu tagi, og af einhverjum ástæðum tóku þessir herrar upp á því einkennilega tiltæki, að sleppa flestum fuglunum aftur, þegar búið var að flytja þá til London. Alls var þar sleppt 80 fuglum af þessu tagi, en auðvitað voru þeir allir merktir áður. Nú er eftir að vita, hvort nokkuð fréttist um hina. Þessi fugl dvaldist í Vest- mannaeyjum dagana frá 18. til 27. júní 1936. M. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.