Náttúrufræðingurinn - 1936, Qupperneq 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Fuglalífið á Mykjunesi.
Mykjunes heitir bin vestasta af Færeyjum. Þar eru víðast-
íivar sæbrattir hamrar og auk þess drangar eða stapar og verpir
þar urmull sjófugla, svo sem rita, fýll og súla. Uppi á eynni er
allmikið graslendi og verpir þar lundi í tugþúsundatali. Eyjar-
skeggjar hafa nokkuð af fénaði, en lifa annars mikið á fuglatekju.
Danskur dýrafræðingur, Alwin Pedersen, hefir dvalið á eynni
og skrifað bók um hana eða fuglalífið þar, sem hann nefnir
„Myggenæs", en svo heitir eyjan á dönsku (hljóðlíking af Mykju-
nes, en „Mygge“, þ. e. mý, er þarna alls ekki til). — Bókin er
skemmtileg og vel út gefin, en þeir, sem kunnugir eru íslenzkum
bjargfugli, finna þó þarna lítið af nýju. Tvö atriði um lundann
þykir mér einkennileg og tek þau hér, öðrum til gamans, sem ekki
sjá bókina.
Ættartengsl hjá lundanum.
Fjölskyldulíf lundans er margbrotnara og ættarböndin sterk-
ari en algengast er hjá fuglunum. Hjá nærri öllum öðrum fugla-
tegundum leysast ættarböndin strax og ungarnir geta farið að
sjá fyrir sér sjálfir. Lundinn er hér undantekning. Að vísu verða
ungarnir að afla sér fæðu sjálfir, þegar þeir eru farnir úr hreiðr-
inu, en þrátt fyrir það heldur þó samband þeirra við foreldrana
áfram að vera til, þangað til þeir eru sjálfir orðnir kynþroska.
Venjulegast er það þó aðeins foreldrin, sem maður finnur í holunni,
venjulega aðeins annað þeirra, meðan legið er á egginu eða hlúð
að unganum. En Mykjunesbúar hafa veitt allt að 6—7 fugla úr
sömu holunni, og þrátt fyrir það hefir unginn komist upp, alveg
síns og í þeim holum, þar sem enginn fugl hefir verið veiddur.
Skýring þeirra á þessu einkennilega fyrirbrigði er þannig: Ef
gömlu fuglarnir eru veiddir, meðan á útunguninni stendur, eða
ef eitthvað verður að þeim úti á sjónum, þá koma ungar þeirra
frá fyrri árum til hjálpar. Þeir eru ekki kynþroska fyrr en á sjö-
unda ári, og á meðan geta þeir vel tekið að sér munaðarleysingj-
ann, þó að þeir geti ekki orpið sjálfir. Gagnvart þessari fullyrð-
ingu verður manni ósjálfrátt á að spyrja, hvernig eldri ungarnir
geti fengið vitneskju um að þeirra sé þörf heimafyrir. Einmitt á
sjálfum varptímanum ferðast þeir víða um, eru oft dögunum
saman langt úti á hafi. Er nokkur fullkomin sönnun fyrir því, að
það séu ungfuglar úr sömu fjölskyldunni, sem taka að sér að