Náttúrufræðingurinn - 1936, Síða 42
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111111111111111111111111111111111 i 1111111111111 ■ 111111111111111 (11111 i 1111 ■ 1 ■ 1111111111111111111111191111111111111111111111111111111111 ■ 11111111111 ■ 11111111 ■ 111
fóstra afkvæmið, eða ungar úr sömu holunni, en ekki bara ein-
hver fugl, sem getur sinnt því? En Mykjunesbúar eru svo gagn-
kunnugir lundanum og styðjast við svo margra ára reynslu, að
engin ástæða er til að efast um, að þessi athugun þeirra sé rétt. —•
Það virðist, eftir þessu, vera alveg sérstakt samband innan hinna
einstöku lundafjölskyldna, einungis með það takmark fyrir aug-
um, að tryggja hina árlegu viðkomu og vernda ættina frá tortím-
ingu. Enginn efi er á því, að þessar ástæður hafa stuðlað að því,
að lundamergðin í Færeyjum hefir haldist nokkurnveginn óbreytt,
enda þótt lundi hafi verið veiddur meira öldum saman en nokkur
annar færeyskur sjófugl.1)
Hvað verður lundinn gamall?
Fugl, sem er 7 ár að verða kynþroska, hlýtur að geta orðið
gamall, eftir því sem talið er að vera reglan hjá dýrategundum
þeim, sem nú eru uppi. Á Mykjunesi hafa menn tekið eftir því,
að svo muni vera. Fyrir mörgum árum sást þar alhvítur lundi
(albínó), sem kom á hverju ári til eyjarinnar ásamt öðrum lund-
um. Veiðimennirnir veittu honum eftirtekt frá fyrstu byrjun,
eða meðan hann enn var á ferð og flugi með ókynþroska ungfugli.
Það varð samkomulag um að veiða hann ekki, og hvert manns-
barn í byggðarhverfinu þekkti hann. Hann gróf sér holu eins og
hver annar lundi og notaði hana svo ár frá ári. Tíminn leið. Menn-
irnir, sem voru unglingar, þegar hvíti lundinn sást fyrst, urðu
smámsaman gamlir. En alltaf var hvíti lundinn við lýði. Á hverju
vori kom hann til holu sinnar, alltaf jafnkeikur, lá á eggi sínu, ól
önn fyrir unganum og hélt svo aftur suður á bóginn eins og hinir
lundarnir. Loks varð þó breyting á. Eitt vorið verpti hann ekki,
heldur eftirlét holuna einum af hinum mörgu ungum sínum. Enn
liðu nokkur sumur og hann lét sér nægja að sitja uppi á landi,
meðan aðrir lágu á eggjum sínum, eða hann fór um með geld-
fuglinum, eins og hann hafði gert á yngri árum. Og einn góðan
veðurdag hvarf hann með öllu. Að sögn kóngsbóndans Abraham-
sen voru þá liðin meira en fimmtíu ár frá því að hann hafði sézt
1) Engin sönnun er fyrir bví, að hér sé að ræða um yngri lunda sömu
fjölskyldu. Á hinn bóginn er bað kunnugt úr ríki fuglanna, að ungir geld-
fuglar „hlaupa oft undir bagga“ með munaðarleysingjum, eins og beir láti
stjórnast af þeirri hvöt, sem seinna á að tryggja fyrirhyggju beirra fyrir
eigin afkvæmi. Virðist þessi hjálpsemi ungu fuglanna oft flýta fyrir kyn-
þroska þeirra. A. F